Agnés Varda er sögð eini kvenleikstjóri hinnar frönsku nýbylgju sem var ákveðin stefna í franskri kvikmyndagerð á 6. og 7. áratug 20. aldar. Hún átti þátt í að móta þessa hreyfingu enda er kvikmyndin hennar ,,La Pointe-Courte” óopinberlega talin sú fyrsta í frönsku nýbylgjunni. Kvikmyndin hennar þótti framúrstefnuleg og djörf miðað við aðrar kvikmyndir á þessum tíma. Þegar Agnés gerði þessa fyrstu mynd sína hafði hún enga reynslu af kvikmyndagerð, hún hafði verið að mála, taka fréttaljósmyndir og myndhöggva. Engum hafði órað fyrir því að reynsluleysi hennar ætti eftir að blása nýju lífi í kvikmyndagerð í Frakklandi en hún hefur verið kölluð mamma og amma hinnar frönsku nýbylgju.

Opnunarsenan í ,,La Point-Courte”


Viðtal við Agnési þegar hún var ung kvikmyndargerðarkona. Fáum innsýn inn í hugarheim hennar.

Þann 30 maí árið 1928 fæddist Agnés í Brussel í Belgíu. Skírnarnafn Agnésar var Arlette en hún lét breyta nafninu sínu þegar hún var 18 ára í Agnés. Menntun hennar samanstendur af bókmenntum, sálfræði, listasögu og ljósmyndun sem hún lærði í kvöldskóla. Aðalkvikmyndin hennar frá nýbylgjunni er “Cleo from 5 to 7,,. Það var ekki aftur snúið og hún hélt ótrauð áfram að búa til heimildamyndir og kvikmyndir. Verk hennar eru þekkt fyrir frjálsa og óhefðbundna stíliseringu ásamt raunsæi og symbólisma og eru oftar en ekki litaðar af pólitík og femínisma. Sjálf lýsir hún stíl sínum sem “skrifað á filmu,, (e.writing on film). Fyrir utan þær fyrrnefndu má nefna þrjár af hennar þekktustu kvikmyndum; ,Vagabond,” (1985) ,,The Beaches of Agnés” (2008) og ,,The Gleaners & I” (2000).

Agnés er fyrsta konan til þess að hljóta Heiðurs Pálma Cannes Kvikmyndahátíðarinnar og fer þar í flokk með Woody Allen og Clint Eastwood. Samkvæmt imdb.com þá hefur hún fengið 16 verðlauna tilnefningar og unnið til 44 verðlauna.

Agnes ræðir um konur í kvikmyndabransanum. Hárið er töff.

Eitt helsta vörumerki Agnésar er pottaklippingin hennar en eftir að hún varð eldri þá hefur hárið fengið að vera ljóst að ofan en dökkt að neðan sem minnir helst á svepp eða kollhúfu.

Gérard Depardieu kornungur að leika í sjónvarpsmynd ,,Nausicaa” eftir Agnés Varda árið 1970.

Þess má geta að Agnes kom hingað til lands með nokkrar mynda sinna og helt fyrirlestur 1985 a Listahátið kvenna.

Heimildir:
http://www.believermag.com/issues/200910/?read=interview_varda
https://www.criterion.com/explore/178-agnes-varda
https://www.criterion.com/current/posts/497-la-pointe-courte-how-agnes-varda-invented-the-new-wave
http://www.imdb.com/name/nm0889513/bio?ref_=nm_ov_bio_sm
http://www.newwavefilm.com/french-new-wave-encyclopedia/agnes-varda.shtml
https://www.fandor.com/keyframe/10-great-films-by-agnes-varda

Höfundur: María Lea Ævarsdóttir