Autosave-File vom d-lab2/3 der AgfaPhoto GmbHWift á Íslandi skipuleggur nú röð fyrirlestra og námskeið sem tengjast kvikmyndum og sjónvarpi. 
Fyrsti fyrirlesturinn af þessu tagi frem fram í Miðstöð Skapandi Greina við Hlemm (Laugarvegi 105) og ber yfirskriftina “Youtube, þín eigin sjónvarpsstöð” þar sem Marianna mun fjalla m.a. um notkunarmöguleika youtube,peningamódel og þau lykilatriði sem skipta máli í uppsetningu youtube síðu sem nær til fjöldans. 

Fyrirlesari er Marianna Friðjónsdóttir, sem hefur yfir 45 ára reynslu í fjölmiðlum sem framkvæmdarstjóri á sjónvarpsstöðum hér heima og í danmörku. Maríanna hefur sl. 7 ár leiðbeint og kennt fyrirtækjum hérlendis sem erlendis hvernig unnt er að nýta samfélagsmiðla til framleiðslu efnis og samskipta við neytendur. Höfuðáherslan hefur verið á Facebook fyrir fyrirtæki en með aukinni framleiðslu á lifandi efni er röðin komin að því að fræða fleiri um notkunarmöguleika Youtube.
Skráningargjald er 1500 en gjaldfrjálst fyrir skráða meðlimi Wift sem hafa greitt ársgjald Wift (3000 kr og greiðist á KT: 620906 0690 RN: 0101 26 060690) . Facebook síða Wift er þar sem hægt er að fylgjast með næstu fyrirlestrum.
 
Wift býður líka upp á stuttmyndanámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13-16 ára í febrúar. 
Á námskeiðinu verða kennd undirstöðuatriði kvikmyndagerðar og farið verður yfir tæknilegar hliðar kvikmyndagerðarinnar með áherslu á stuttmyndagerð. Þátttakendur þurfa ekki að búa yfir kunnáttu eða reynslu af kvikmyndagerð, eingöngu áhuga.
Námskeiðið fer fram einu sinni í viku (miðvikudagana 11., 18. og 25. febrúar) frá kl. 15.30-17.30 og kostar 15.000 krónur. Kennari er Dögg Mósesdóttir kvikmyndargerðarkona, formaður Wift og stjórnandi alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar Northern Wave. Skráning fer sömuleiðis fram á wift@wift.is og á facebook.