Hér má finna yfirlit yfir kynjagreindar upplýsingar um styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands frá síðustu árum.
Kynjagreindar upplýsingar um styrki frá árinu 2012
http://bit.ly/1mmbc6W – tölfræði pdf
Upplýsingar um styrki 2010
Ef töluleg dæmi eru tekin, þá sóttu 13 verkefni um handritsstyrk til heimildarmyndagerðar, þar af voru konur handritshöfundar í þremur verkefnum. Af þessum verkefnum hlutu 4 verkefni styrk frá sjóðnum, þ.a. 2 skrifuð af konum. 18 verkefni sóttu um framleiðslustyrk til heimildarmyndar þar sem 5 verkefnanna höfðu kvenleikstjóra (í einu verkefninu ásamt karl leikstjóra), 9 verkefni hlutu styrk þar af 3 verkefni kvenleikstjóra (í einu tilviki ásamt karlleikstjóra. Sé horft til stuttmynda þar sem eingöngu eru veittir framleiðslustyrkir, bárust umsóknir vegna 14 verkefna þar af var 3 leikstýrt af konum. Sex verkefni hlutu styrk og var kona leikstjóri í tveimur tilvikum. Þegar kemur að leiknu sjónvarpsefni, þá sóttu 10 verkefni um handritsstyrk, þar af 5 skrifuð að einhverju eða öllu leyti af konum, fjögur verkefni hlutu styrk og voru þau öll að öllu eða einhverju leyti skrifuð af konum. Sjö verkefni sóttu um framleiðslustyrk til leikins sjónvarpsefnis og voru leikstjórar þeirra allir karlkyns, líkt og í fyrra. 46 verkefni sóttu um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 12 skrifuð af konum (í tveimur tilvikum ásamt karlmanni), 26 verkefni hlutu styrk og þar af voru 7 skrifuð af konum (eitt með karlmanni) 11 verkefni sóttu um framleiðslustyrk til leikinnar kvikmynda í fullri lengd og var tveimur þeirra leikstýrt af konu, auk eins þar sem kona og karl deildu með sér leikstjórahlutverkinu. Fjögur verkefni hlutu styrk eða vilyrði fyrir styrk og er þeim öllum leikstýrt af karlmönnum. Önnur myndanna sem leikstýrt er af konu er þó enn í vinnslu hér hjá sjóðnum.
Upplýsingar um styrki 2009
Ef töluleg dæmi eru tekin, þá sóttu 29 verkefni um handritsstyrk til heimildarmyndagerðar, þar af voru konur handritshöfundar í 16 verkefnum (í tveimur tilvikum var karlmaður einnig titlaður sem handritshöfundur). Af þessum verkefnum hlutu 16 verkefni styrk frá sjóðnum, 7 skrifuð að einhverju eða öllu leyti af konum. 33 umsóknir bárust vegna framleiðslustyrks til heimildarmyndar þar sem 7 verkefnanna höfðu kvenleikstjóra (í einu verkefninu ásamt karl leikstjóra), 4 verkefni kvenleikstjóranna hlutu styrk ásamt 9 verkefnum karlleikstjóra. Sé horft til stuttmynda þar sem eingöngu eru veittir framleiðslustyrkir, bárust 21 umsókn þar af var 6 leikstýrt af konum. Fimm verkefni hlutu styrk og var kona ekki leikstjóri á neinu þeirra. Þegar kemur að leiknu sjónvarpsefni, þá sóttu 17 verkefni um styrk, þar af 8 skrifuð að einhverju eða öllu leyti af konum, átta verkefni hlutu styrk þar af voru fjögur skrifuð að öllu eða einhverju leyti af konum. Sjö verkefni sóttu um framleiðslustyrk til leikins sjónvarpsefnis og voru leikstjórar þeirra allir karlkyns. 46 verkefni sóttu um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 9 skrifuð af konum (í einu tilviki ásamt karlmanni), 24 verkefni hlutu styrk og þar af voru 5 skrifuð af konum. 11 verkefni sóttu um framleiðslustyrk til leikinnar kvikmynda í fullri lengd og var einu verkefninu leikstýrt af konu, hlaut það verkefni styrk ásamt einu öðru.
Hlekkur á þingsályktunartillögu um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára – http://www.althingi.is/altext/139/s/1480.html – en í 35 lið er fjallað um konur og kvikmyndagerð.
Súlurit yfir styrki frá árunum 2009-2010
Uppfærð grein sem var birt upphaflega þann 28.september 2011