WIFT FÉLAGSFRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

HEIMURINN

FRÆÐSLA

ALLS KONAR MIKILVÆGT

wift.is er lifandi miðill kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi.

VIFTAN er fréttamiðill og öllum opinn.
Hér viljum við gera veg kvenna í skapandi greinum sem allra stærstan og mestan. Þess vegna, þurfið þið að senda okkur fréttir af því sem þið eruð að gera, svo við getum látið vita af því á netinu og dreift héðan. Látið ykkur ekki dreyma um að allir viti bara allt í einu af því hvað þið eruð að gera góða hluti – markaðssetning er til alls fyrst – og skaffar ykkur peninga í verkin ykkar. Auk þess sem þið eruð hver og ein lifandi fyrirmynd annarra kvenna sem vilja skapa og gera. Svo hendið ykkur á lyklaborðið og sendið upplýsingar á wift@wift.is, og enga auðmýkt takk.

VIFTAN er einnig staðurinn þar sem þið getið sent inn og látið birta greinar, sem eru almenns eðlis um kvikmyndir, sjónvarp og/eða aðra skapandi iðju. Því meiri þekkingu, sem við getum safnað á einum stað, því betri verður miðillinn og því meira vinnur hann fyrir stöðu kvenna í skapandi greinum. Svo enn og aftur – kasta sér yfir lyklaborðið og deila skoðun og þekkingu. Senda afraksturinn á wift@wift.is

Munið svo að skila ávallt inn myndum í góðri upplausn og/eða slóðum á myndbönd á youtube.com eða vimeo.com. Uppáhalds stærðin okkar fyrir vefinn er 1200 x 600 pix (b:h) og þyngd ekki mikið yfir 120kb.

MUNIÐ AÐ SKRÁ YKKUR OG GREIÐA FÉLAGSGJÖLDIN