Kona/Femme/Frau – sköpun kvenna

Endurmenntun Háskóla Íslands:

Kona/Femme/Frau – sköpun kvenna
Mánudagskvöldin 6. og 13. október munu Hulda Rós Guðnadóttir myndlistarkona og Sigrún
Úlfarsdóttir hönnuður stilla saman strengjum og kenna námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands.
Snemmskráning með afsláttarverði er til og með 27. september n.k. Staðnámskeið. Hægt er að
sækja um styrk til BHM.

Skráning fer fram hér: https://endurmenntun.is/namskeid/18890/kona-femme-frau-skopun-kvenna/351817

Í tilefni 50 ára afmælis Kvennafrídagsins býður Endurmenntun upp á lifandi og áhugavert tveggja
kvölda námskeið þar sem sérfræðingar í myndlist og hönnun veita dýrmæta innsýn í verk kvenna á
þessu sviði – bæði í sögulegu samhengi og samtímanum, heima og erlendis. Fáðu einstaka sýn á
framlag kvenna í myndlist og hönnun!

Á námskeiðinu er fjallað um
• Útilistaverk og opinber rými
• Framtíðar verk í miðbænum: Tíðir
• Erlend útilistaverk og safneignir
• Konur og hönnun
• Tísku og hönnunarsögu t.d. Vionnet, Chanel, Lanvin ofl.
Ávinningur þinn
• Dýpri þekking á myndlist og hönnun kvenna, bæði í sögulegu og samtímalegu samhengi.
• Innsýn í sjónarhorn kvenna sem starfa við sköpun og hönnun.
• Einstakt tækifæri til að skyggnast bak við tjöldin í ferli hönnunar og listsköpunar frá
hugmynd til veruleika.
• Aukinn skilningur á menningarlegu samhengi sköpunar kvenna, áhrif mótstaða og lykill að
velgengni í sögulegu ljósi og samtíma.
• Aukið næmi og tenging við listaverk og hönnunarvörur, dýpri upplifun og skilningur sem
nýtist bæði faglega og persónulega.

Fyrir hverja
Námskeiðið hentar öllum sem vilja dýpka skilning sinn á myndlist og hönnun eftir konur,
kvennasögu og skapandi tjáningu kvenna í samtíma og fortíð. Getur verið sérstaklega gagnlegt t.d.
fyrir kennara, starfsfólk safna og leiðsögufólk, Engar forkröfur eru á námskeiðið, aðeins áhugi og
opinn hugur.

Aðrar upplýsingar
Kennslan fer fram í fyrirlestraformi með myndrænu efni og lifandi umræðum.

Nánar um kennara
Hulda Rós Guðnadóttir er myndlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og rannsakandi með
alþjóðlegan feril. Hulda Rós hefur verið búsett í Berlín í 15 ár og starfar sjálfstætt á mörkum
myndlistar, kvikmyndagerðar og fræðilegrar rannsóknar. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölmörgum
sýningarstöðum víða um heim. Hún er stundakennari við Listaháskóla Íslands og hefur áralanga
þjálfun í að rýna í borgarlandslag og samfélag út frá sjónarhorni lista.

Sigrún Úlfarsdóttir er alþjóðlegur tískuhönnuður með djúpar rætur í franskri tísku og skapandi
menningu. Sigrún hefur verið búsett í París í 30 ár og unnið sem hönnuður hjá stórum tískuhúsum á
borð við Karl Lagerfeld, Swarovski og Hervé Léger. Hún hefur einnig hannað ilmvatnsflöskur og
snyrtivöruumbúðir fyrir þekkt frönsk merki, m.a. Jean-Paul Gaultier. Áður starfaði hún sem
búningahönnuður í Moskvu í fimm ár og í dag rekur hún eigin línur af skóm og skartgripum undir
nafninu Divine Love. Sigrún býður dýrmæta innsýn í sögu, strauma og áhrif kvenna í tísku og
hönnun – frá verkstæðum stórborganna til persónulegrar sköpunar.

Styrkur
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?

Kannaðu málið HÉR.

Deila
Scroll to Top