WIFT á Íslandi

Ert þú kona á Íslandi sem starfar eða stundar nám við kvikmynda- og/eða sjónvarpsgerð? Ert þú þá ekki örugglega búin að skrá þig í WIFT? Það hefur aldrei verið eins auðvelt og mikilvægt og það er núna!

Skráðu þig hér!

Allar félagskonur fá aðgang að tengslaneti Wift sem starfar í 40 löndum og er með yfir 10.000 meðlimi. Að auki skipuleggur stjórn Wift aðgerðir og viðburði sem innihalda m.a. mánaðarlega hittinga, árshátíð Wift, fréttabréf og vinnusmiðjur og fleira sem mun nýtast félagskonum.

Ný stjórn Wift mun halda áfram að berjast fyrir auknu vægi og sýnileika félagskvenna m.a. með áframhaldandi samstarfi við Menntamálaráðuneytið, Kvikmyndaráð og Kvikmyndasjóð og aðra ábyrgðaraðila innan fagsins í átt að jöfnuði.

Til að geta staðið sterkar sem félag verðum við að sýna að við erum með öfluga félagaskrá. Endilega hvetjið aðrar konur sem þið þekkið í faginu til að skrá sig.

Þitt nafn skiptir máli.

Fréttir