Föstudaginn 15. nóvember næstkomandi verður haldinn veglegur aðalfundur Wift á Bragganum við Nauthólsveg 100.
Við hvetjum félagskonur til að fjölmenna en sjaldan hefur verið jafn brýnt fyrir konur að sameina krafta sína og halda baráttunni fyrir jöfnuði á lofti eins og nú þegar niðurskurður á kvikmyndasjóði er yfirvofandi.
Kosið verður um nýja stjórn og formann en núverandi stjórn var kosin sem bráðabirgðastjórn þar sem lítið var um framboð á síðasta aðalfundi. Það er brýnt að koma á öflugu stjórnarstarfi og við hvetjum konur til að bjóða sig fram og láta raddir sínar heyrast.
Fundurinn hefst klukkan 18.00 og í kjölfarið verður í boði smáréttamatseðil. Félagið niðurgreiðir matseðilinn fyrir allar félagskonur sem hafa greitt félagsgjald sem samsvarar félagsgjaldinu (3000 kr) og kostar kvöldverðurinn því aðeins 2.500 kr á mann.