Skráðu þig hér

WIFT á Íslandi og RVK Fem­in­ist Film Festi­val hafa í sam­vinnu sett í sölu sér­hannaða boli með áletr­un­inni „World Is For Tits“ eft­ir Arn­dísi Ey bún­inga­hönnuð. Hægt er að kaupa bolina á wift.is og rvkfemfilmfest.is  All­ur ágóði söl­unn­ar mun renna í sjóð til styrkt­ar rann­sókn á stöðu kvenna í inn­an kvik­myndaiðnaðar­ins á Íslandi. Rann­sókn sem þessi hef­ur aldrei verið gerð hér á landi og telja WIFT á Íslandi og RVK FFF mikla nauðsyn á slíkri rann­sókn.

„Þetta er auðvitað skamm­stöf­un­in á WIFT í fyrsta lagi og þau eru sam­tök kvenna í kvik­mynd­um og sjón­varpi. Því erþetta fyrst og fremst leik­ur að orðum. En auk þess langaði mig að bera upp þessa spurn­ingu. Það er meira en ein mein­ing í orðinu „fyr­ir“ þ.e. heim­ur­inn er fyr­ir fólk með brjóst og einnig erum við öll fyr­ir brjóst og fædd­umst í lífið og fyrsta sem við flest kynn­umst eru kven­manns­brjóst. Þau gefa líf og nær­ingu. Þau eru full af sköp­un og til­finn­ingu. Sem er ein­mitt það sem kvik­mynda­gerð snýst um. Skapa til­finn­ing­ar áhorf­and­ans og næra vits­muni,“ seg­ir Arn­dís Ey.

Arn­dís Ey hef­ur teiknað frá því hún fyrst gat gripið í penna og alla tíð verið mjög list­ræn. Hún er með ansi fjöl­breytt­an bak­grunn í mynd­list, graf­ískri hönn­un, klæðskurði, diplómu í stíliser­ingu, tex­tíl­hönn­un og fata­hönn­un.

Hún seg­ist hafa mikla þörf fyr­ir að skapa en líka fyr­ir að hlut­irn­ir séu vel skipu­lagðir og vel virk­andi. Því leyf­ir hún bæði listagyðjunni og Excel-meyj­unni að njóta sín. Skellt var í mynda­töku í Topp­stöðinni með Dýrfinnu Benita, tón­list­ar- og lista­konu. Arn­dís Ey sá um að stílisera alla myndatökuna, Elísa­bet Ásta sá um förðun. Pink Swan sá um tækni­leg atriði, María Magda­lena var ljós­mynd­ari og Bjarni Svan­ur kvik­mynda­gerðarmaður.

Dýrfinna Bentia – tónlistar og listakona 

WIFT á Íslandi

Ert þú kona á Íslandi sem starfar eða stundar nám við kvikmynda- og/eða sjónvarpsgerð? Ert þú þá ekki örugglega búin að skrá þig í WIFT? Það hefur aldrei verið eins auðvelt og mikilvægt og það er núna!

Skráðu þig hér!

Allar félagskonur fá aðgang að tengslaneti Wift sem starfar í 40 löndum og er með yfir 10.000 meðlimi. Að auki skipuleggur stjórn Wift aðgerðir og viðburði sem innihalda m.a. mánaðarlega hittinga, árshátíð Wift, fréttabréf og vinnusmiðjur og fleira sem mun nýtast félagskonum.

Ný stjórn Wift mun halda áfram að berjast fyrir auknu vægi og sýnileika félagskvenna m.a. með áframhaldandi samstarfi við Menntamálaráðuneytið, Kvikmyndaráð og Kvikmyndasjóð og aðra ábyrgðaraðila innan fagsins í átt að jöfnuði.

Til að geta staðið sterkar sem félag verðum við að sýna að við erum með öfluga félagaskrá. Endilega hvetjið aðrar konur sem þið þekkið í faginu til að skrá sig.

Þitt nafn skiptir máli.

Ný stjórn WIFT á Íslandi

Við kynnum til sögunnar nýja WIFT stjórn á Íslandi, samtök kvenna í sjónvarps- og kvikmyndageiranum. Nýr forseti samtakanna er Lea Ævars, varaforseti er Sólrún Freyja Sen, Þurý Bára Birgisdóttir er gjaldkeri og Hafdís Kristín Lárusdóttir og Þórunn Lárusdóttir eru viðburðastjórar samtakanna. Dögg Mósesdóttir er áfram fulltrúi WIFT á Íslandi hjá WIFT Nordic. Varamenn eru þær Sigrún Vala Valgeirsdóttir og Dagbjört Lilja Kristjánsdóttir.

Viftan Fréttir