Hvað er Wift?
WIFT er alþjóðlegt félag kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og myndbandsmiðlum, hvort sem það er bak við myndavélina eða fyrir framan hana. WIFT á Ísland var stofnað árið 2006 og er ekki rekin í hagnaðarskyni.
Í félaginu eru einstaklingar sem eru með ástríðu fyrir faginu og vill WIFT leggja áherslu á þátttöku og valdeflingu meðlima á öllum stigum ferils þeirra innan fagsins.
WIFT styður við konur og kvár í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð á Íslandi og eru öll hvatt til að ganga í félagið.
Markmið WIFT er að íslensk kvikmynda-og sjónvarpsgerð, bæði fyrir framan og aftan myndavélina endurspegli samfélagið okkar með öllum sínum fjölbreytileika. Slíkt veitir sterkari frásagnir ásamt fjölbreytt blæbrigði í sjónarhornum, hvetjandi fyrirmyndir og eflir lýðræði og samheldni í samfélaginu okkar.
Samtökin á Íslandi starfa ekki í hagnaðarskyni en stuðla að jafnrétti á öllum sviðum kvikmynda- og sjónvarpsgerðar á Íslandi og eru aðilar að WIFT International og WIFT Nordic.
Samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Women in Film and Television, voru stofnuð í Los Angeles á sjöunda áratugnum með það aðalmarkmið að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja konur, gera þær sýnilegri og styðja þátttöku þeirra í öllum hlutverkum í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis.
Samtökin starfa nú í rúmlega fjörutíu löndum og eru með yfir 10.000 skráða meðlimi. Í lok september 2006, var Íslandsdeild WIFT á Íslandi stofnuð, Konur í kvikmynda- og sjónvarpsgerð, KIKS.
WIFT á Íslandi hefur staðið fyrir ótal viðburðum og verkefnum hér innanlands svo og í samstarfi við erlenda aðila eins og WIFTI og WIFT Nordic.
WIFT á Íslandi vill skapa samfélag þar sem er sanngjarnt og aðgengilegt fyrir öll.