Líf til einhvers fjallar um Mörtu, félagsráðgjafa sem býr með Haraldi og dóttur sinni, Sif. Það er ekki í frásögur færandi, nema að Haraldur er sjö árum yngri en Marta. Sif, dóttir Mörtu, er einmana og brestur oft raunsæi. Sama máli gegnir um ömmuna, Birnu, móður Mörtu. Milli mæðgnanna eru átök og Haraldur hrærist í ástríðuþrungnum draumum þeirra. Inn í þetta fléttast Bryndís, en hún er ein með ungt barn sitt og lifir í heimi strits og fíknar. Marta verður að láta dæma af henni barnið og vegna þess sækir Bryndís að Mörtu með ýmsum ógnum sem að lokum ganga of langt.

Flokkur: Kvikmynd
Frumsýnd: 1. janúar, 1986
Tegund: Drama
Lengd: 63 mín.
Tungumál: Íslenska

Aðstandendur og starfslið
Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir
Handrit: Nína Björk Árnadóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Þrándur Thoroddsen
Klipping: Kristín Jóhannesdóttir
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson
Aðalframleiðandi: Þráinn Thoroddsen

Leikarar
Aðalhlutverk: Arnór Benónýsson, Bríet Héðinsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Hanna María Karlsdóttir, Kolbrún Erna Pétursdóttir
Sýningar í sjónvarpi
Ísland: RÚV, 1986