Stella og Salomon reka fyrirtækið Framkoma.is og taka að sér yfirhalningar og kenna fólki hvernig á að koma fram. Salomon tekur að sér að umbreyta litlu þorpi og Stella tekur að sér að kenna stjórnmálamönnum framkomu, því kosningar eru á næsta leiti. En fyrir misskilning endar Stella í framboði fyrir Centrum-listann og er skyndilega komin á kaf í pólitík. Stella og allir hinir í fjölskyldu hennar eru með eindæmum seinheppin og ótrúlegir atburðir eiga sér stað á meðan á öllu þessu stendur.

Flokkur: Kvikmynd
Frumsýnd: 27. desember, 2002
Tegund: Gaman
Tungumál: Íslenska

Aðstandendur og starfslið
Leikstjórn: Guðný Halldórsdóttir
Handrit: Guðný Halldórsdóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Hálfdán Theodórsson
Klipping: Elísabet Ronaldsdóttir
Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir
Aðalframleiðandi: Halldór Þorgeirsson

Leikarar
Aðalhlutverk: Edda Björgvinsdóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Gísli Rúnar Jónsson, Rúrik Haraldsson

Framleiðslufyrirtæki: Umbi s.f.
Styrkt af: Kvikmyndasjóður Íslands

Þátttaka á hátíðum
Edduverðlaunin / Edda Awards, 2003 – Verðlaun: Tilnefnd sem Bíómynd ársins. Tilnefnd fyrir leikari ársins (Þórhallur Sigurðsson-Laddi). Tilnefnd fyrir leikkona ársins í aðalhlutverki (Edda Björgvinsdóttir).

Útgáfur
Bergvík, 2007 – DVD
Sam-myndbönd, 2003 – VHS