Ísklifrarinn er heimildamynd um Guðmund Hafstein, 10 ára gamlan dreng, sem er klifrari af ástríðu. Hann æfir klifur innandyra í Klifurhúsinu. Þegar hann hefur náð góðum tökum á klifrinu fer fjölskylda hans með hann í ferðalag þar sem hann fær að reyna sig á alvöru klettum. Þetta hefur verið draumur hans og tilgangurinn með klifuræfingunum. Ferðin færir unga drenginn loks að ísvegg þar sem hann mætir sinni stærstu áskorun. Stenst hann hana?
Um myndina
- Flokkur: Heimildamynd
- Tegund: Fjölskyldu- og barnamynd
- Lengd: 14 mín. 45 sek.
- Tungumál: Íslenska
Aðstandendur og starfslið
- Leikstjórn: Linda Ásgeirsdóttir
- Handrit: Linda Ásgeirsdóttir
- Stjórn kvikmyndatöku: Ægir J. Guðmundsson
- Klipping: Ægir J. Guðmundsson
- Tónlist: Stefán Már Magnússon
- Aðalframleiðandi: Marion Creely, Sigríður Ragna Sigurðardóttir
- Meðframleiðandi: Linda Ásgeirsdóttir, Ægir J. Guðmundsson
Fyrirtæki
- Framleiðslufyrirtæki: Ljósaskipti ehf.