Fjórir menn koma saman til að smíða bát. Eftir því sem smíðinni miðar er saga norræna súðbyrðingsins sögð frá eintrjáungi að þeirri gerð báts sem mennirnir eru að smíða.
Fjórir menn ákváðu að smíða eftir Staðarskektunni „Björg“ bát sem hafði fúnað í grasi í Reykhólasveit. Smíð þessa báts er leiðarhnoð í frásögn af þróun súðbyrðingsins á Norðurlöndum. Haffærni þessara skipa, ásamt kunnáttu í siglingum, gerðu norrænum mönnum kleift að halda upp fljót Rússlands, sem og vestur um haf um Miðjarðarhafið, hvort sem var til verslunar, rána, eða landkönnunar. En í daglegu amstri hafa ýmsar gerðir þróast af bátnum, bæði í Eystrasalti og við strendur Norður-Atlantshafs. Hefur hann mótast eftir aðstæðum á hverjum stað.
Um myndina
- Flokkur: Heimildamynd
- Frumsýnd: 21. janúar, 2011
- Lengd: 57 mín.
- Tungumál: Íslenska
Aðstandendur og starfslið
- Leikstjórn: Ásdís Thoroddsen
- Stjórn kvikmyndatöku: Hálfdán Theodórsson
- Klipping: Ásdís Thoroddsen
- Tónlist: Þórður Magnússon
Fyrirtæki
- Framleiðslufyrirtæki: Gjóla ehf.
- Styrkt af: Kvikmyndamiðstöð Íslands
Þátttaka á hátíðum
- Skjaldborg, 2010