Wift, Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, boðar til aðalfundar sunnudaginn 11.febrúar klukkan 20.00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Boðið verður upp á létttar veitingar.
Á dagskrá fundarins er m.a. að mynda nýja stjórn Wift en núverandi stjórn, mun ekki gefa kost á sér aftur í sömu mynd. Í núverandi stjórn eru Dögg Mósesdóttir (formaður),Marsibil Marzibil S. Sæmundardóttir (gjaldkeri),Silja Hauksdóttir, Kristín Jóhannesdóttir og Vera Wonder Sölvadóttir.
Við óskum eftir áhugasömum konum sem vilja láta til sín taka og gefa kost á sér sem meðlimi stjórnar Wift. Áhugsamar vinsamlegast tilkynnið framboð fyrir aðalfund með því að senda skilaboð á wift@wift.is. Öllum félagskonum Wift gefst kostur á að bjóða sig fram í stjórn Wift og hafa kosningarrétt á aðalfundi.
Við minnum á ársgjald Wift sem er aðeins 3000 krónur og veitir konum m.a. 25% afslátt í Bíó Paradísar og gefur afslátt á námskeið Wift. Gjaldið má greiða með því að millifæra á reikning:
RN: 0101 26 060690
kt: 620906 0690
Kveðja,
Stjórn Wift
www.wift.is