Tengslakvöld WIFT á Íslandi verður haldið sunnudaginn 2. Febrúar klukkan 18:00
WIFT á Íslandi ætlar að bjóða meðlimum sínum að mæta á afslappað kvöld þar sem meðlimir félagsins geta deilt reynslu sinni, myndað ný sambönd og aukið tengslanet sitt. Þetta tengslakvöld mun vera fyrsti viðburðurinn af mörgum sem ný stjórn félagsins mun standa fyrir.
Kvöldstundin er frábært tækifæri fyrir allar konur sem starfa í bransanum, hvort sem þær eru að taka sín fyrstu skref eða með langa reynslu á bakinu.
Tengslakvöldið mun fara fram á Röntgen, Hverfisgötu 12 og mun hefjast klukkan 18:00.
Happy hour er á milli 18:00 og 20:00 og vín mun verður á happy hour allt kvöldið. Ostaplatti verður í boði fyrir öll.
Vegna fjárhags félagsins er því miður ekki boðið upp á veigar í þetta skiptið.
Ný stjórn hvetur meðlimi til þess að taka kvöldið frá og hlakka til að sjá sem flestar.
Hægt er að sjá viðburðinn á Facebook.