Aðalfundur Wift verður haldinn fimmtudaginn 20.nóvember á Hótel Öldu Laugavegi 66-68 frá kl. 20.00-22.00. 

Á dagskrá fundarins eru m.a:
Ávarp formanns um störf stjórnar undanfarin ár.
Kynning á Vinnustofa Wift, mánaðalegir fyrirlestrar með íslensku fagfólki fyrir félagskonur.
Kynning á vinnurými Wift og Doris verkefninu.
Fjárhagsstaða samtakanna.
Ársgjald ákveðið og fjárhagsstefna.
Ný áherslumál Wift (hér verður opnað fyrir umræður).
100 ára kosningarafmæli kvenna árið 2015, hvað ætlar Wift að gera??
Kosning á stjórn.
Samkvæmt lögum Wift hafa þær konur kosningarétt á fundinum sem hafa greitt félagsgjöld. Þar sem Wift hefur ekki rukkað félagsgjöld til nokkura ára er nóg að hafa greitt skráningargjald Wift. Við viljum hvetja sem flestar til að greiða skráningargjaldið og styðja þannig starf Wift í verki en félagið hefur nú verið fjársvelt lengi og almennur kostnaður vegna félagsins lent á stjórnarmeðlimum. Skráningargjald Wift fer upp í ársgjald Wift en ársgjaldið verður ákveðið á fundinum. Skráningargjald Wift er aðeins 1000 krónur og viljum við biðja félagskonur um að millifæra gjaldið inn á bankareikning Wift (kt: 620906 0690  RN: 0101 26 060690) fyrir fundinn og senda tölvupóst á wift@wift.is til að staðfesta greiðsluna.
Eftir fundinn verður haldið áfram óformlegum umræðunum yfir drykk á Bar Hótel Öldu.
Við hlökkum til að sjá ykkur, vonandi sem flestar.
Kv,
Stjórn Wift (Dögg Mósesdóttir, Silja Hauksdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Vera Sölvadóttir)
www.wift.is
Viðburðurinn á facebook