Tvíhliða verkefni sem sameinar myndlist og kvikmyndir. Það samanstendur af 53 mínútna kvikmynd og fjölskjáa innsetningu sem fylgir eftir farandmyndlistarsýningu. Innblásturinn eru verk Hreins Friðfinnssonar og myndin rannsakar hið óræða eðli tíma og minnis.
Vísindamaðurinn Aika vinnur á rannsóknarstofu Tímans í Finnlandi. Hún afhjúpar baksögu tilraunar sem fól í sér að tvíburabræður voru aðskildir í barnæsku og látnir vaxa úr grasi á ólíkum stöðum. Tíminn leiddi í ljós að þeir eltust með mismunandi hætti vegna ólíkrar afstöðu þeirra gagnvart þyngdaraflinu; yngri bróðirinn býr á fjalllendu Íslandi en sá eldri býr á flatlendinu í Hollandi.
Um myndina
- Flokkur: Heimildamynd
- Frumsýnd: 5. apríl, 2014
- Frumsýnd erlendis: 1. febrúar, 2014, Docpoint – Helsinki Documentary Film Festival
- Tegund: Tilraunamynd
- Lengd: 60 mín.
- Tungumál: Finnska, Íslenska, Enska
- Titill: æ ofaní æ
Aðstandendur og starfslið
- Leikstjórn: Ragnheiður Gestsdóttir, Markús Þór Andrésson
- Handrit: Ragnheiður Gestsdóttir, Markús Þór Andrésson
- Stjórn kvikmyndatöku: Arnar Þórisson
- Aðalframleiðandi: Hlín Jóhannesdóttir
- Meðframleiðandi: Sami Jahnukainen
Leikarar
- Aðalhlutverk: Hreinn Friðfinnsson, Magnús Logi Kristinnsson, Kati Outinen, Margrét Bjarnadóttir, Sigríður Nanna Heimisdóttir, Þorlákur Einarsson
Fyrirtæki
- Framleiðslufyrirtæki: LoFi Productions
- Meðframleiðslufyrirtæki: Mouka Filmi
- Styrkt af: Kvikmyndamiðstöð Íslands
Þátttaka á hátíðum
- Göteborg Film Festival, 2015
- Docpoint – Helsinki Documentary Film Festival, 2014