Handrit eftir hina ungu Elyse Hollander, trónir á toppi Black List fyrir árið 2016. Listinn er gefinn út árlega og skartar eftirsóttustu handritum, sem ekki hafa verið framleidd, í Hollywood.

Margoft hefur verið reynt að framleiða kvikmynd um ævi Madonnu en aldrei tekist. Talað er um ævisögu Madonnu sem margreyndustu framleiðslu í sögu Hollywood en handrit Elyse þykir með afbrigðum gott og þar að leiðandi líklegt til að ná framleiðslu. Titill handritsins er “Blond ambition” og fjallar um þegar Madonna barðist fyrir útgáfu fyrstu plötu sinnar í kringum 1980 í New York. Myndin fjallar um ástarsambönd hennar, frægðina og átök hennar innan hins karllæga tónlistarheims.

Þetta má teljast ótrúlegur árángur en samkvæmt imdb.com hefur Elyse Hollander gert þrjár stuttmyndir þar sem hún var handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi. Elyse útskifaðist af handrita og leikstjórnarbraut árið 2012 frá Columbia kvikmyndaskólanum.

Óhætt er að segja að ævi Madonnu hefur verið viðburðarík og tímabilið sem handritið fjallar um var umrótamikið í ævi hennar og sögu New York borgar eins og heyra mátti í tilfinningaþrunginni ræðu hennar þegar hún tók við Billboard verðlaununum fyrir konu ársins.