Afmælis- og jólaglögg og opnun nýrrar heimasíðu.

Fimmtudaginn 8. desember næstkomandi fögnum við 10 ára afmæli WIFT með opnun nýrrar heimasíðu klukkan 20.00 í Setri Skapandi Greina við Hlemm, Laugarvegi 105, hverfisgötumegin.

Fundurinn hefst með kynningu á nýrri vefsíðu WIFT sem inniheldur gagnasafn m.a. með yfirliti yfir íslenskar kvikmyndagerðarkonur, þar sem þær geta sett upp ferilsskrá og skráð verk sín. Á síðunni verður vefmiðil (fréttaveita) og sérstakt meðlimakerfi. Á heimasíðunni er einnig unnið að því að koma upp streymiþjónustu, því draumurinn er að safna saman á einn stað verkum íslenskra kvikmynda- og sjónvarpskvenna. Þessi verk er annars erfitt að finna og er komin tími til að bæta úr því. Hugmyndin er að höfundar geti lagt inn myndirnar hjá okkur. Félagar geta nýtt sér streymisveituna frítt en höfundar fá 70% af greiðslunum til sín – 30% fer rekstur á kerfinu. Svo það er um að gera að koma efninu til okkar. Hægt er að senda það á www.wetransfer.com sem .mov eða mp4 fæla..og ef þið eru með trailera í góðri upplausn og eitthvað af ljósmyndum, þá væri fínt að fá þá með. Einnig má senda upplýsingar á wift@wift.is. Við sendum ákall til ykkar að bretta nú upp ermar og koma verkum ykkar í umferð, og jafnvel fá eitthvað út úr því fjárhagslega.

Félagskonur í WIFT sem greiða árgjaldið hafa í framtíðinni aðgang að ýmsum aðgerðum á heimasíðunni, sem ekki stendur öðrum til boða og finnst á lokuðum svæðum. En við erum strax búnar að gangsetja möguleikann á að taka þátt í streymiþjónustunni og að skrá sig í gagnagrunn, auk þess að leggja upp auglýsingar kvitt og frítt.

En aftur til baka að afmælishófinu því auk þess að opna heimasíðuna verða veitt heiðursverðlaun WIFT og hvatningarverðlaun WIFT. Tekið er við tilnefningum frá sjónvarps- og kvikmyndagerðarkonum á wift@wift.is.

Boðið verður upp á léttar veitingar og drykki en eftir fundinn er stefnan tekin á Hlemmur Square þar sem við munum skála fyrir nýju kvikmyndasamkomulagi þar sem segir m.a. að tryggja eigi jafnan hlut kvenna og karla í úthlutunum Kvikmyndasjóðs.

Við hlökkum til að sjá þig.
Kv, Stjórn WIFT.