Agnieszka Holland er ein af þekktustu kvenleikstjórum Póllands. Fædd þann 28. nóvember árið 1948 í Varsjá Póllandi. Hún hefur skrifað og leikstýrt bæði kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Tékkland varð fyrir valinu þegar hún ákvað að læra leikstjórn en það var í hinum virta Kvikmyndaskóla FAMU í Prag.

Tékkneskar kvikmyndir heilluðu Agnieszku og svo er þessi skóli einn af elstu skólum sinnar tegundar í heiminum. Agnieszka byrjaði kvikmyndaferil sinn í Póllandi sem aðstoðarleikstjóri Krzysztof Zanussi og hafði Andrzej Wajda sem leiðbeinanda. Eftir að hafa unnið náið með Wajda fékk hún innsýn inní hið pólitíska og siðferðilega landslag sem umlykur kúguð samfélög. Það var viðvarandi ástand í Póllandi á þessum tíma og hafði það áhrif á listafólk og þeirra sköpun. En það varð einmitt að umfjöllunarefni hennar í myndinni Provincial Actors sem var hennar fyrsta stóra kvikmynd.

Fleiri myndir fylgdu í kjölfarið og má nefna “A Woman Alone,, sem fjallar einnig um ástandið sem var í Póllandi.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og má þá nefna hennar heimsfrægu kvikmynd “Europa, Europa,, (1990) sem tilnefnd var til Óskarsverðlaun árið 1992.

Hún hefur unnið til fjölda verðlauna um allan heim og unnið með heimsþekktum leikurum og leikstjórum. Holland hefur líka verið ötul við að leikstýra í sjónvarpi og þá í þáttum eins og “The Wire,, og “House of Cards,,. Árið 2013 gerði Agnieszka þriggja þátta míni seríu fyrir HBO sem heitir “Burning Bush,, en þættirnir eru byggðir á sönnum atburðum.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við hana um þættina.

Alþjóðlegur trailer fyrir “Burning Bush,

Heimildir:
http://www.imdb.com/name/nm0002140/
http://www.se.pl/rozrywka/gwiazdy/agnieszka-holland-biografia-filmografia-zyciorys-kim-jest-agnieszka-holland-i-co-osiagnela-w-zyciu_223753.html
Höfundur: Lea Ævars