Allar mættar er íslensk heimildamynd sem byggir á íslenskum raunveruleika. Hún segir frá Ástbjörgu Gunnarsdóttur sem hefur rekið sama fimleikahópinn í 50 ár. Í áranna rás hefur hún myndað sérstakt og náið samband við konurnar í hópnum. Sumar þeirra hafa gengið til liðs við sérstakan sýningarhóp sem hefur sýnt út um allan heim, allt frá Gautaborg til Kanarí.

Þessi heimildamynd lýsir ævi Ástbjargar, starfi og konunum í þessum einstaka fimleikahóp. Í henni kynnumst við starfsaðferðum og lífsspeki hennar, eðli vináttunnar í hópnum og fáum að sjá brot úr verkum danshópsins svo eitthvað sé nefnt.

Um myndina

  • Flokkur: Heimildamynd
  • Lengd: 32 mín.
  • Tungumál: Íslenska

Aðstandendur og starfslið

Fyrirtæki