WIFT sendi nýverið frá sér ályktun til Menntamálaráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um framtíð Bíó Paradísar.

(Smellið hér til að lesa)

Tryggið fjármagnið!

WIFT krefst þess að menningarlegt verðmæti Bíó Paradísar sé metið og bíóhúsinu sé tryggt fjármagn til að halda áfram rekstri.

Bíó Paradís er heimili kvikmynda á Íslandi og verður að halda áfram rekstriStórt skref aftur á bak fyrir konur í kvikmyndagerð

Án Bíó Paradísar verður stórt skref stigið aftur á bak í að tryggja stöðu kvenna í kvikmyndum. Hollywood bíómyndir eru ekki þekktar fyrir jafna stöðu kvenna fyrir framan eða aftan myndavélina. Bíó Paradís hefur sinnt skyldu sinni að sýna myndir með konum í lykilhlutverkum og tryggt að rödd þeirra sé metin. Án þessa bíóhúss förum við aftur til tíma þar sem karllæg markaðsvöld ráða hvaða myndir verða sýndar.

Heimili íslenskar grasrótar og alþjóðlegra mynda

Í Bíó Paradís hafa íslenskar heimildamyndir átt skjól að leita. Íslensku bíó-samsteypurnar hafa ekki alltaf verið tilbúin til að taka þær til sýningar. Þess að auki er Bíó Paradís er eina bíóhúsið í höfuðborginni þar sem að óhefðbundar og sjálfstæðar myndir frá öllum heimshornum eru sýndar. Bíó Paradís er eina bíóhúsið sem viðurkennir mikilvægi íslenskra mynda.

Reykjavík verður af miklum menningarlegum verðmætum ef að Bíó Paradís hættir!