Uppúr sjötugu fór Sigríður Níelsdóttir að taka upp og gefa út sína eigin tónlist beint úr stofunni heima. Á sjö árum urðu geislaplötur hennar 59 talsins, litlar fjársjóðskistur af sérviskulegum, grípandi tónsmíðum þar sem fléttast saman ólíkar hljóðuppsprettur; mjálm og korr gæludýra Sigríðar, ýmiss konar leikföng, eldhússlagverk og Casio-hljómborð. Áður en leið á löngu varð þessi einstaka tónlistar- og myndlistarkona dáð költ-fígúra meðal íslenskra tónlistarmanna, en nokkrir þeirra votta ómótstæðilegum lagstúfum þessarar sjarmerandi ömmu virðingu sína í myndinni með stuttum performönsum. Fulltrúar aðdáenda Sigríðar í myndinni eru: Hildur Guðnadóttir, Mugison, múm, Sing Fang, Mr. Silla og Kría Brekkan.

Amma Lo-fi er frumraun þriggja tónlistarmanna á kvikmyndasviðinu. Myndin var að mestu skotin á Super-8 og 16 mm filmu á sjö árum og fangar kreatívasta tímabilið í lífi Sigríðar Níelsdóttur. Á margan hátt minnir Sigríður á teiknimyndafígúru. Ljóðræn uppátæki á borð við það að fóstra vængbrotnar dúfur sem syngja fyrir hana í staðinn eða það að breyta rjómaþeytara í þyrlu, kalla á teiknaðar hreyfimyndir sem brúa óljóst bilið á milli einstaks ímyndunarafls Sigríðar og ljómandi óvenjulegri hversdagstilveru hennar. Amma Lo-fi er kvikmyndaður óður til stórkostlegrar tónlistarkonu og óviðjafnanlegs sköpunarkrafts hennar.

Um myndina

  • Flokkur: Heimildamynd
  • Frumsýnd: 30. mars, 2012, Bíó Paradís
  • Frumsýnd erlendis: 5. nóvember, 2011, Cinemateket, Copanhagen
  • Tegund: Tónlistarmynd
  • Lengd: 62 mín.
  • Tungumál: Íslenska, Danska

Aðstandendur og starfslið

Leikarar

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • Nordisk Panorama – Isländskt Retrospektiv, Malmö, 2015
  • Scandinavian House NY, 2014
  • Gothenburg International Film Festival, Sweden, 2013
  • Nordic Lights Film Festival (Nordic Heritage Museum), Seattle, USA, 2013
  • Edduverðlaunin / Edda Awards, 2013 – Verðlaun: Tilnefnd fyrir heimildamynd ársins.
  • Helsinki International Film Festival, Finland, 2012
  • Gimli Film Festival, Canada, 2012
  • Nordisk Panorama, Shorts and Documentaries Film Festival, Finland, 2012
  • REC Festival Internacional de Cinema de Tarragona, Tarragona, Spain, 2012
  • Exposed Festival for First Films, Cologne, Germany, 2012
  • Sheffield DOC/FEST, Sheffield, UK, 2012
  • Open City Loncon Documentary Festival, UK, 2012
  • Norwegian Short Film Festival, Grimstad, Norway, 2012
  • Docaviv Film Festival, Israel, 2012
  • IndieLisboa Portugal, International Independent Film Festival, Portugal, 2012
  • Festival Air d’Islande, France, 2012
  • Bafici Festival, Buenos Aires, 2012
  • Rotterdam International Film Festival, Netherlands, 2012
  • Ambulante Mexioco Documentary Travelling Film Festival, 2012
  • MoMa/Documentary Fortnight, New York, 2012
  • South by Southwest, Texas, USA, 2012
  • Flatpack Festival, UK, 2012
  • CPH: DOX, 2011 – Verðlaun: Besta alþjóðlega tónlistarmyndin.

Sýningar í sjónvarpi

  • Ísland: RÚV, 2012

Sýningar í kvikmyndahúsum

  • Ísland: Bíó Paradís, 2012