Aðalfundur Wift var haldinn á Hótel Öldu þann 20. nóvember síðastliðinn. Stjórn félagsins var endurkjörinn en formaður er Dögg Mósesdóttir og í stjórn eru Silja Hauksdóttir, Vera Sölvadóttir, Marsibil Sæmundardóttir og Kristín Jóhannesdóttir. Nýjir varamenn eru Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Eydís Eir Björnsdóttir.
Ákveðið var ársgjald félagsins að upphæð 3000 krónur. Ársgjaldið tekur gildi 1.janúar næstkomandi. Félagskonur sem hafa greitt félagsgjöld hafa m.a. forgang í vinnurými Wift í Miðstöð Skapandi greina og fá ódýrari aðgang að fyrirhuguðum fyrirlestrum og vinnustofum sem félagið stefnir á að halda á næsta ári.
Stefnt er að hópmyndatöku Wift þann 15. desember kl. 18.00 en frekari upplýsingar um myndatökuna verða sendar á félagskonur með fyrirvara.
Í janúar verður sendur reikningur í heimabanka allra félaga á skrá.