Wift konur tóku sig saman og ræddu uppáhaldsþáttaraðirnar á árinu. Hér eru bestu kvendrifnu sjónvarpsþáttaraðirnar árið 2016 að mati Wift kvenna á Íslandi.

Skam (Rúv)

Langflestar voru sammála um að Skam (Skömm) væri ein af bestu þáttaröðum ársins. Skam er norskt unglingadrama sem hefur farið sigurför um heiminn. Rúv sýnir nú fyrstu þáttaröðina en þriðja þáttaröðin var sýnd í Noregi á árinu sem var samkvæmt heimildum Wift “ROSALEG”.

The Crown (Netflix)

Þáttaröðin fjallar um fyrstu ár krónu Elísabetar II Englandsdrottningar. Ein af dýrustu þáttaröðum allra tíma enda mikið lagt í hvert smáatriði, leik, handrit og framkvæmd.

Réttur 3 ( Stöð 2 og Netflix U.S.)

Flóknar og áhugaverðar kvenpersónur og vel fléttuð framvinda með femínískum undirtón þar sem normalísering kynferðisofbeldis á öllum stigum samfélagsins er opinberuð. Ekki skemma skemmtilegar tilvísanir í Twin peaks (Lára Pálma er fórnalambið samanber Laura Palmer í Twin Peak). Flott leikaraval og þar ber Steinunn Ólína af.

Happy Valley (Netflix)

Æsispennandi glæpaþáttaröð, full af breiskum og áhugaverðum kvenpersónum sem gerist í bæ á Englandi sem hefur farið hvað verst út úr eiturlyfjafaraldrinum þar í landi. Þáttaröðin hefur verið sýnd á RÚV.

Fleabag (Amazon prime)

Sex þátta bresk gamanþáttaröð með dramatískum undirtón. Skrifuð og leikin af hinni kostulegu Phoebe Waller-Bridge. Frumleg og sjúklega fyndin.

The Fall (Netflix U.S)

Glæpaþáttaröð með Gillian Anderson í aðalhlutverki. Þættirnir reka sögu fjöldamorðingja og lögreglukonunar Stellu og hvernig leiðir þeirra “liggja” saman, með frumlegum og óvæntum hætti. Þættirnir hafa verið sýndir á RÚV.

Raised by Wolfs (Channel4)

Stórfjölskylda alin upp af einstæðri og afar óhefðbundinni móður. Þættirnir eru skrifaðir af ensku systrunum Caroline og Caytlin Moran og eru byggðir á æsku þeirra.

Stranger things (Netflix)

Það hefur verið hefð fyrir áhugaverðum kvenpersónum í Sci Fi myndum og Stranger things er engin undantekning. Winona Rider á frábæra endurkomu sem móðirin Joyce og hin unga Millie Bobby Brown vakti heimsathygli sem hin dásamlega “Eleven”, persónur sem eru í senn brothættar og sterkar.

Jessica Jones (Netflix)

Fyrrum ofurhetja ákveður að gerast leynilögregla. Jessica Jones er listalega leikin af hinni eitursvölu Krysten Ritter. Óhefðbundin ofurhetjuþáttaröð byggð á samnefndri myndasögu.

Wentworth prison (Channel 5)

Áströlsk þáttaröð um konu sem lendir í fangelsi fyrir tilraun til manndráps á manninum sínum. Fær 8.7 í einkunn á imdb.com og er á sínu fjórða “season-i”, það segir eitthvað.

Mum (BBC)

Gamanþáttaröð um konu á besta aldri sem er að átta sig á lífinu eftir andlát eiginmannsins.

Aðrar þáttaraðir sem voru nefndar:

Reign, Orange is the new black, Marcella, Grace and Frankie, The Level, Broad City, Dr. Foster, Undercover, Love Nina, Mr.Robot, The Affair og nýja serían af Cold Feet.