RAGNA FOSSBERG HEIÐURSFÉLAGI
Fyrir skömmu hélt WIFT á Íslandi sína fyrstu árshátíð og við það tilefni var Ragna Fossberg gerð að nýjum heiðursfélaga samtakanna. Fyrir hafa samtökin heiðrað kvikmyndagerðarkonuna Hrafnhildi Gunnarsdóttur og Margréti Örnólfsdóttur handritshöfund. Ragna Fossberg er flestum Íslendingum kunn enda á hún heiðurinn af gervahönnun margra af ástsælustu persónum íslenskrar sjónvarpssögu. Ragna hóf störf á Ríkissjónvarpinu […]
Ályktun um verkefnahóp til að móta 11 ára kvikmyndastefnu
Mennta- og Menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030. Verður það í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun […]
Aðalfundur Wift 2018
Wift, Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, boðar til aðalfundar sunnudaginn 11.febrúar klukkan 20.00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Boðið verður upp á létttar veitingar. Á dagskrá fundarins er m.a. að mynda nýja stjórn Wift en núverandi stjórn, mun ekki gefa kost á sér aftur í sömu mynd. Í núverandi stjórn eru Dögg Mósesdóttir […]
Hrafnhildur og Margrét heiðraðar af WIFT á Íslandi
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjóri og framleiðandi, hefur hlotið heiðursverðlaun WIFT og Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður hefur hlotið hvatningarverðlaun WIFT. WIFT eru samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum á Íslandi. Samtökin eru alþjóðleg, starfa í rúmlega fjörutíu löndum og hafa um 10 þúsund skráða meðlimi. Verðlaun eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu […]