Hollywood myndverin velja íslenska leikstýru

Þóranna Sigurðardóttir

Leikstjórinn Þóranna Sigurðadóttir er ein af 25 kvenleikstjórum sem hafa verið valdar til að taka þátt í AFI Conservatory Directing Workshop for Women, námskeið fyrir kvenleikstjóra á vegum AFI og Twentieth Century Fox Film.

Hrafnhildur og Margrét heiðraðar af WIFT á Íslandi

Hrafnhildur, Margrét

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjóri og framleiðandi, hefur hlotið heiðursverðlaun WIFT og Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður hefur hlotið hvatningarverðlaun WIFT. WIFT eru samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum á Íslandi. Samtökin eru alþjóðleg, starfa í rúmlega fjörutíu löndum og hafa um 10 þúsund skráða meðlimi. Verðlaun eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu […]

Regnbogapartý nú með 11 alþjóðleg verðlaun

Eva Sigurdardottir, regnbogaparty

Fyrsta Doris Film mynd Wift á Íslandi, Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur var að vinna sín elleftu alþjóðlegu verðlaun. Myndin er gerð eftir Doris Film manifestóinu þar sem konur þurfa að gegna öllum lykilhlutverkum við gerð myndarinnar. Eva Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikstjórinn fyrir stuttmynd sína Regnbogapartý á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem leggur áherslu […]

Konur keppa á Nordisk Panorama

wift, nordisk panorama,best friends

Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur keppir í flokki bestu heimildamynda á Nordisk Panorama (Malmö 16.-21. sept.), auk þess sem nýliðarnir Anna Gunndís Gunnarsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir keppa með stuttmyndir sínar I Can’t Be Seen Like This og Bestu vinkonur að eilífu amen, um titilinn Besta nýja norræna röddin. Þá verða þrjú íslensk verk í vinnslu kynnt […]

Pallborðsumræða um kynjakvóta

kynjakvóti, RIFF

Í gær fimmtudaginn 21. ágúst fóru fram pallborðsumræður undir yfirskriftinni “Er kynjakvóti málið”á vegum RIFF. Í pallborðinu sátu Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, Þorkell Harðarson heimildarmyndargerðarmaður, Dögg Mósesdóttir kvikmyndaleikstjóri og formaður félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi , Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, fulltrúi hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá SI og fulltrúi SÍK, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Þór Tjörvi Þórsson framleiðslustjóri KMÍ […]

Fyrirlestur og stuttmyndanámskeið fyrir stúlkur

fyrirlestur, stutmyndanámskeið

Wift á Íslandi skipuleggur nú röð fyrirlestra og námskeið sem tengjast kvikmyndum og sjónvarpi.  Fyrsti fyrirlesturinn af þessu tagi frem fram í Miðstöð Skapandi Greina við Hlemm (Laugarvegi 105) og ber yfirskriftina “Youtube, þín eigin sjónvarpsstöð” þar sem Marianna mun fjalla m.a. um notkunarmöguleika youtube,peningamódel og þau lykilatriði sem skipta máli í uppsetningu youtube síðu […]

Úrslit Doris Film

Doris Film

Í vor efndi Wift og Doris Film á Íslandi til handritasamkeppni meðal kvenna. Doris film verkefnið er aðlögun að sænsku verkefni sem hófst árið 1999 og ól af sér níu stuttmyndir og kennsluefni um kynjahlutföll í kvikmyndum og nú liggja úrslit fyrir.

Yfir hundrað sögur eftir konur

Umsóknarfrestur fyrir handritasamkeppni Doris Film rann út 1.maí síðastliðinn en fresturinn var lengdur til 7.maí vegna fjölda fyrirspurna. Markmið samkeppninnar, sem er eftir sænskri fyrirmynd, er að framleiða stuttmyndir með konum í öllum lykilhlutverkum fyrir framan og aftan myndavélarnar. Stuttmyndirnar verða m.a. sendar á kvikmyndahátíðir og nýttar sem kennsluefni í myndlæsi þar sem rýnt verður […]

Handritasamkeppni

Doris-film

DORIS FILM, í samstarfi við Women in Film and Television (WIFT) í Noregi, Women in Film and Television (WIFT) á Íslandi, býður íslenskum og norskum konum til handritasamkeppni fyrir stuttmynd en verkefnið hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála.

Húrra fyrir Svíþjóð

Berlín, jafnrétti, wift, Svíþjóð

Um síðustu helgi sótti ég pallborðsumræður á vegum EWA (European womens audiovisual network) sem vöktu talsverða athygli á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum. Fjallað var um pallborðsumræðurnar á vefsíðu Hollywood reporter.