Ný forysta WIFT á Íslandi

WIFT á Íslandi kynnir nýja stjórn með flötum strúkur en ákveðið var að gera tilraun til eins árs að vera ekki með einn formann heldur stjórn með forystu sem starfar sem ein heild. Ný stjórn WIFT var kosin þann 30 október á aðalfundi á Hallveigarstöðum. Stjórnarkonur eru Helga Rakel Rafnsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Lea Ævars, Dóra […]

Opið bréf til stjórnar ÍKSA og fagráðs Eddunnar

Valnefndir Eddunnar 2023 voru gerðar opinberar í dag og nú er ljóst að jafnrétti kynjanna var á engan hátt haft að leiðarljósi þegar skipað var í þær.  Í valnefndum eru í heildina 38 manns, 13 konur og 25 karlmenn. Sérstaklega ber að nefna að í valnefndum fagverðlauna voru 4 konur og 13 karlar. Það er […]

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarkona fallin frá

Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarkona er fallin frá, 69 ára að aldri. Anna Theodóra var mjög virk innan WIFT á Íslandi og viljum við félagsmenn WIFT á Íslandi senda öllum hennar aðstandendum samúðarkveðjur.  Meðal verka Önnu Theodóru er þáttaröðin Allir litir hafsins eru kaldir frá 2005 en hún leikstýrði og skrifaði handrit þeirra. Einnig skilur hún […]

Ný WIFT stjórn á Íslandi 2022

Við kynnum til sögunnar nýja WIFT stjórn á Íslandi, samtök kvenna í sjónvarps og kvikmyndageiranum. Nýr forseti samtakanna er Lea Ævars, varaforseti er Sólrún Freyja Sen, Þurý Bára Birgisdóttir er gjaldkeri og Hafdís Kristín Lárusdóttir og Þórunn Lárusdóttir eru viðburðastjórar samtakanna. Varamenn eru þær Sigrún Vala Valgeirsdóttir og Dagbjört Lilja Kristjánsdóttir. Ný stjórn WIFT fagnar […]

Ný stjórn kosin á aðalfundi 23. feb 2020

Aðalfundur WIFT á Íslandi fór fram á Hallveigarstöðum þann 23. febrúar síðastliðinn, á konudaginn. Á fundinum fóru fram almenn aðalfundarstörf auk þess sem ný stjórn var kosin. Fráfarandi stjórn lætur öll af störfum og við þökkum henni fyrir vel unnin störf undanfarin tvö ár. Dögg Mósesdóttir f.v. varaformaður mun þó sitja sem varamaður stjórnar og […]

Ályktun um verkefnahóp til að móta 11 ára kvikmyndastefnu

Mennta- og Menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030. Verður það í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun […]

Ný stjórn Wift

Wift konur létu ekki storminn stoppa sig í gærkvöldi og héldu á aðalfund Wift á Hallveigarstöðum. Á fundinum tók við ný stjórn Wift. Frá árinu 2011 hafa leikstjórarnir Kristín Jóhannesdóttir, Marsibil Sæmundardóttir,  Silja Hauksdóttir og Vera Sölvadóttir setið í stjórn Wift ásamt Dögg Mósesdóttur sem hefur gengt formannsembættinu. Í nýrri stjórn Wift sitja Eva Sigurðardóttir (framleiðandi, handritshöfundur […]

Aðalfundur Wift 2018

Wift, Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, boðar til aðalfundar sunnudaginn 11.febrúar klukkan 20.00 á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Boðið verður upp á létttar veitingar. Á dagskrá fundarins er m.a. að mynda nýja stjórn Wift en núverandi stjórn, mun ekki gefa kost á sér aftur í sömu mynd. Í núverandi stjórn eru Dögg Mósesdóttir […]

Sérstakir kvennastyrkir

kvennastyrkir, deposit, rebellafilmworks.com

Kvikmyndasjóður hefur tekið til sín umræðuna um hallan hlut kvenna á umliðnum áratugum þegar kemur að styrkveitingum úr sjóðnum. Á síðu Kvikmyndamiðstöðvar kemur fram að: “Í ljósi þess að á síðastliðnum árum hefur hlutfall kvenkyns umsækjenda verið töluvert lægra en hlutfall karlkyns umsækjenda hvetur KMÍ konur til að sækja í auknum mæli um styrki úr […]

Tinna leikstýrir “Mundu”

Munda, Tinna Hrafnsdóttir

Tökum á stuttmyndinni “Munda” lauk í gær en handritið er eftir listakonuna og skáldið Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Tinna Hrafnsdóttir leikstýrir myndinni og Freyja Filmwork framleiðir en meðframleiðandi er Pegasus. Í aðalhlutverkum eru stórleikararnir Guðrún Gísladóttir og Sigurður Sigurjónsson og danska tökukonan Louise McLaughlin tók myndina.