Hollywood myndverin velja íslenska leikstýru
Leikstjórinn Þóranna Sigurðadóttir er ein af 25 kvenleikstjórum sem hafa verið valdar til að taka þátt í AFI Conservatory Directing Workshop for Women, námskeið fyrir kvenleikstjóra á vegum AFI og Twentieth Century Fox Film.
Konan á bakvið SKAM
Julie Andem er 34 ára norsk kvikmyndagerðarkona sem var beðin um að skrifa og leikstýra nýrri unglingaþáttaröð fyrir barnarás norska ríkisssjónvaprsins NRK, en þáttaröðin átti að trekkja að unga áhorfendur. Aldrei hefði Julie né öðrum aðstandendum þáttana órað fyrir framhaldinu en þáttaröðin er nú vinsælasta norska þáttaröð allra tíma og hefur slegið í gegn um […]
Hrafnhildur og Margrét heiðraðar af WIFT á Íslandi
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjóri og framleiðandi, hefur hlotið heiðursverðlaun WIFT og Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónlistarmaður hefur hlotið hvatningarverðlaun WIFT. WIFT eru samtök kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum á Íslandi. Samtökin eru alþjóðleg, starfa í rúmlega fjörutíu löndum og hafa um 10 þúsund skráða meðlimi. Verðlaun eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu […]
Kvikmynd byggð á ævi Madonnu
Handrit eftir hina ungu Elyse Hollander, trónir á toppi Black List fyrir árið 2016. Listinn er gefinn út árlega og skartar eftirsóttustu handritum, sem ekki hafa verið framleidd, í Hollywood. Margoft hefur verið reynt að framleiða kvikmynd um ævi Madonnu en aldrei tekist. Talað er um ævisögu Madonnu sem margreyndustu framleiðslu í sögu Hollywood en […]
Hrabba hlýtur heiðursverðlaun
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, leikstjóri og framleiðandi, hlýtur heiðursverðlaun WIFT, Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum. Verðlaunin eru nú veitt í fyrsta sinn í tilefni af tíu ára afmæli WIFT á Íslandi en samtökin munu einnig veita hvatningarverðlaun sem verða veitt fyrir lok þessa árs. Hrafnhildur er formaður Félags kvikmyndagerðarmanna og hefur beitt sér í þágu kvikmyndagerðarfólks […]
Gender gap
Regnbogapartý nú með 11 alþjóðleg verðlaun
Fyrsta Doris Film mynd Wift á Íslandi, Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur var að vinna sín elleftu alþjóðlegu verðlaun. Myndin er gerð eftir Doris Film manifestóinu þar sem konur þurfa að gegna öllum lykilhlutverkum við gerð myndarinnar. Eva Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikstjórinn fyrir stuttmynd sína Regnbogapartý á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem leggur áherslu […]
Áhaldabylting
Umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi
Ágúst Ólafur Ágústsson, adjúnk við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands tók saman fyrr á árinu yfirlit um hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. Hér er hlekkur á skýrsluna, en þar kemur m.a. fram að veltan hafi numið 34,5 milljörðum króna árið 2014. Smelltu þér á skýrsluna!
Konur keppa á Nordisk Panorama
Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur keppir í flokki bestu heimildamynda á Nordisk Panorama (Malmö 16.-21. sept.), auk þess sem nýliðarnir Anna Gunndís Gunnarsdóttir og Katrín Björgvinsdóttir keppa með stuttmyndir sínar I Can’t Be Seen Like This og Bestu vinkonur að eilífu amen, um titilinn Besta nýja norræna röddin. Þá verða þrjú íslensk verk í vinnslu kynnt […]