Pallborðsumræða um kynjakvóta
Í gær fimmtudaginn 21. ágúst fóru fram pallborðsumræður undir yfirskriftinni “Er kynjakvóti málið”á vegum RIFF. Í pallborðinu sátu Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, Þorkell Harðarson heimildarmyndargerðarmaður, Dögg Mósesdóttir kvikmyndaleikstjóri og formaður félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi , Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, fulltrúi hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá SI og fulltrúi SÍK, Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Þór Tjörvi Þórsson framleiðslustjóri KMÍ […]
Úrslit Doris Film
Í vor efndi Wift og Doris Film á Íslandi til handritasamkeppni meðal kvenna. Doris film verkefnið er aðlögun að sænsku verkefni sem hófst árið 1999 og ól af sér níu stuttmyndir og kennsluefni um kynjahlutföll í kvikmyndum og nú liggja úrslit fyrir.
Yfir hundrað sögur eftir konur
Umsóknarfrestur fyrir handritasamkeppni Doris Film rann út 1.maí síðastliðinn en fresturinn var lengdur til 7.maí vegna fjölda fyrirspurna. Markmið samkeppninnar, sem er eftir sænskri fyrirmynd, er að framleiða stuttmyndir með konum í öllum lykilhlutverkum fyrir framan og aftan myndavélarnar. Stuttmyndirnar verða m.a. sendar á kvikmyndahátíðir og nýttar sem kennsluefni í myndlæsi þar sem rýnt verður […]
Handritasamkeppni
DORIS FILM, í samstarfi við Women in Film and Television (WIFT) í Noregi, Women in Film and Television (WIFT) á Íslandi, býður íslenskum og norskum konum til handritasamkeppni fyrir stuttmynd en verkefnið hlaut styrk úr Framkvæmdasjóði jafnréttismála.
Húrra fyrir Svíþjóð
Um síðustu helgi sótti ég pallborðsumræður á vegum EWA (European womens audiovisual network) sem vöktu talsverða athygli á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum. Fjallað var um pallborðsumræðurnar á vefsíðu Hollywood reporter.
Áskorun frá stjórn WIFT vegna ráðningar útvarpsstjóra RÚV
Í tilefni af yfirvofandi ráðningu nýs útvarpsstjóra hjá Rúv hefur stjórn Wift sent stjórn RÚV ohf áskorun um að virða jafnréttislög við ráðningu í stjórnunarstöður og um leið rétta hlut kvenna innan stofnunarinnar. Í áskoruninni segir m.a:
Opnum augun, yfirlýsing frá stjórn WIFT á Íslandi
WIFT (Women In Film and Television) á Íslandi stóð fyrir gjörningi á Eddunni um síðustu helgi þar sem konur í kvikmyndagerð mættu í jakkafötum. Tilgangur gjörningsins var ekki að gagnrýna úthlutanir kvikmyndasjóðs heldur að vekja athygli á hversu einsleitt samfélagið er þegar aðeins sögur karla eru sagðar og sýn karla ein metin vænleg til framleiðslu. […]
Vantar fleiri sögur!
„Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur,” segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi í viðtali við www.visir.is Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa […]