Á Kvennréttindadaginn, 19. júní síðastliðinn, stóð WIFT Íslandi fyrir sýningu á heimildarmyndinni Dagurinn sem Ísland stöðvaðist eftir Pamelu Hogan og Hrafnhildi Gunnarsdóttur.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir höfundur og framleiðandi myndarinnar ræddi við áhorfendur eftir sýninguna um gerð hennar og svaraði spurningum úr sal. Meðal áhorfenda voru konur sem tóku þátt í Kvennafríinu árið 1975, og deildu þær reynslu sinni og sjónarhorn. Frásagnir þeirra vöktu áhugaverðar umræður um stöðu kvenna í fortíð og samtíð og skapaðist lífleg og einlæg samræðustund í kjölfarið.
,,Ég var á Lækjartorgi 25 ára gömul og er orðin 85 ára. Við áhorf myndarinnar leið mér eins og þegar ég stóð á Lækjartorgi.”
Myndin hefur farið víða um Evrópu, meðal annars verið sýnd á kvikmyndahátíðum á Spáni og í Þýskalandi, þar sem hún hlaut jákvæðar viðtökur og lofsamlega gagnrýni. Hún var einnig valin á kvikmyndahátíð í Kína, en stjórnvöld þar banna opinbera sýningu á henni á þeim forsendum að hún innihaldi áróður og efni sem hvetji til borgaralegrar óhlýðni.
Dagurinn sem Ísland stöðvaðist mun vera sýnd í sjónvarpi á Íslandi í aðdraganda að 24. Október, kvennafrídagsins.
WIFT á Íslandi mælir með fyrir öll að horfa á Dagurinn sem Ísland stöðvaðist og valdeflast við áhorfið til að halda áfram veginn í baráttunni um jafnréttið.
Heimasíða myndarinnar: https://www.thedayicelandstoodstill.com/
Fyrir bíósýninuna var aðalfundur WIFT Íslandi. Lagt var fram fyrir aðalfundinn breytingar á samþykktum WIFT Íslandi. Á fundinum var tekin ákvörðun um að fresta kosningu á eftirfarandi liðum:
4. Gr. Félagsaðild
5. Gr. Brottvitning
Verkferlar um tilkynningar
9. Gr. Kosning stjórnar
Samþykkt var á fundinum að hækka félagsgjöld úr 3000 krónum í 3900 krónur.
Samþykkt var á fundinum að námsmenn greiða 2500 krónur með staðfestingu á skólavist.
Samþykkt var á fundinum að einstaklingar óháðir kvikmyndagerð geta verið styrktaraðilar félagsins og greitt 5.000-15.000 krónur árlega.
Samþykkt var á fundinum að fyrirtæki geta verið styrktaraðilar félagsins 15.000-100.000 krónur (fer eftir stærð fyrirtækis), árlega.