Dís er tuttugu og þriggja ára stúlka á krossgötum. Hún býr með vinkonu sinni Blævi í miðbæ Reykjavíkur og vinnur á Hótel Borg, en er enn að fikra sig áfram á menntabrautinni og á torfærum vegum ástarinnar. Þetta er Dís; óvenjulega venjuleg stelpa, eða hvað?

Flokkur: Kvikmynd
Frumsýnd: 3. september, 2004
Tegund: Gaman
Lengd: 82 mín.
Tungumál: Íslenska

Aðstandendur og starfslið
Leikstjórn: Silja Hauksdóttir
Handrit: Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir, Silja Hauksdóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Jakob Ingimundarson, Ágúst Jakobsson
Klipping: Ásta Briem, Viðar Víkingsson
Tónlist: Jóhann Jóhannsson
Aðalframleiðandi: Baltasar Kormákur

Leikarar
Aðalhlutverk: Álfrún Örnólfsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Árni Tryggvason, Ylfa Edelstein

Framleiðslufyrirtæki: Sögn ehf.
Styrkt af: Kvikmyndamiðstöð Íslands
Hljóð: Bíóhljóð ehf.

Þátttaka á hátíðum
Shanghai International Film Festival, 2005
Haugesund Norwegian Int. Film Festival, 2005
Edduverðlaunin / Edda Awards, 2004 – Verðlaun: Tilnefnd sem Bíómynd ársins. Tilnefnd fyrir leikkonu ársins í aukahlutverki (Ilmur Kristjánsdóttir & Þórunn Erna Clausen).

Útgáfur
Skífan ehf., 2004 – DVD
Skífan ehf., 2004 – VHS