Kitty Von-Sometime er bresk listakona sem hefur verið búsett á Íslandi í átta ár. Hún er hvað þekktust fyrir ‘The Weird Girls Project’, sem er röð verka eða myndbandsþátta þar sem konur eru í forgrunni. Hver þáttur er einstakur og byggist upp ákveðinni hugmyndafræði. Kitty fær hóp kvenna með sér í hvern þátt en markmið verkanna er meðal annars að styrkja sjálfstraust og líkamsímynd kvenna og hvetja þær til að sleppa framan af sér beislinu. Heimildamyndin fylgir eftir Kitty í daglegu lífi og við vinnu á verkum sínum. Konurnar eru margar í lífi Kittyar, þær veita henni innblástur og verk hennar efla þær og styrkja á ólíkan máta. Útkoman er einstök.

Um myndina

  • Flokkur: Heimildamynd
  • Frumsýnd: 3. september, 2015, Bíó Paradís
  • Frumsýnd erlendis: 19. september, 2015, Nordisk Panorama
  • Lengd: 72 mín.
  • Tungumál: Enska, Íslenska

Aðstandendur og starfslið

Fyrirtæki

Þátttaka á hátíðum

  • Mirgorod Film Festival, Poltava, Úkraína, 2016
  • Dokfilm, Volda, Noregur, 2016
  • Skjaldborg, 2015
  • Nordisk Panorama, 2015