Ungir Íslendingar tjá sig um hið vinsæla tengslaforrit Facebook. Hvað finnst hryllingsmyndagúrúinu og magadansmeynni Guðrúnu um að fólk breyti í sífellu sambandsupplýsingum sínum? Hvernig býr hjúkrunarfræðineminn Gunnar til hetjulega ímynd af sjálfum sér á notendasíðunni sinni? Færir forritið fólk saman eða er megin tilgangurinn sá að njósna um náungann? Sex ungir Íslendingar segja frá lífi sínu á netinu og í raunheimum.
Um myndina
- Flokkur: Heimildamynd
- Lengd: 30 mín.
- Tungumál: Íslenska
Aðstandendur og starfslið
- Leikstjórn: Ása Baldursdóttir
- Handrit: Ása Baldursdóttir
- Klipping: Ragnar Eyþórsson
- Aðalframleiðandi: Ása Baldursdóttir
Þátttaka á hátíðum
- Skjaldborg, 2010