Erla B. Skúladóttir
Email: eskuladottir@gmail.com
Sími: 8484825
Starf: Leikstjórn
Erla B. Skúladóttir leikstýrði 12 heimildaþáttum um barnasjúkdóma, Ef að er gáð. Einn þáttanna vann Besti heimildamyndarþáttur á Norðurlöndum í Frakklandi.
Erla var AC í 10 ár í New York. Útskrifaðist síðan með mastersgráðu í leikstjórn og kvikmyndatöku frá New York University. Hún hefur skrifað, klippt og leikstýrt 4 stuttmyndum og stjórnað kvikmyndatöku á 6 stuttmyndum. Hún hlaut The Directors Guild of America-verðlaun sem besti kvenleikstjórinn fyrir stuttmyndina Bjargvættur. Hún hlaut einnig Nestor Almendros-verðlaunin fyrir kvikmyndatöku. Heimildarmyndin, Master and Servant, fór á kvikmyndahátíðir víða um heim. Stuttmynd hennar, Savior, var tilnefnd til Eddu verðlauna. Hún vann til 26 verðlauna um allan heim og komst á 10-kvikmynda Óskarsverðlaunanna-skammlista. Hún gerði örstuttmynd, Plús/mínus, í tilefni af 40 ára afmæli RÚV.
Skrífaði “Pabbahelgar” og “Fleiri pabbahelgar” þætti og lék í báðum þáttaröðum.
Erla starfar við þýðingar, prófarkalestur og talsetningu í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hún býr í New York og vinnur við að skrifa sjónvarpsþætti og kvikmyndahandrit og við að þýða íslensk kvikmyndahandrit.
Aðrar upplýsingar: