Ferðin heim – smásögur úr Árneshreppi á Ströndum” er íslensk heimildarmynd um mannlífið og náttúruna í þessum fámennasta og afskekktasta hreppi Íslands. Í myndinni leiðir María Guðmundsdóttir, ljósmyndari, sem alin er upp í Árneshreppi, áhorfendur inn í daglegt líf og störf fólksins í hreppnum. María kvikmyndaði meginhluta myndarinnar á árunum 2009 – 2014. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, tók flest viðtölin við hreppsbúa.

María Guðmundsdóttir, ljósmyndari, ólst upp í Árneshreppi á Ströndum. Hún fluttist þangað ung að árum og bjó þar fram á fermingaraldur. Hún hefur miklar tilfinningar til náttúrunnar og fólksins í þessum afskekktasta og fámennasta hreppi landsins. María kvikmynda hreppsbúa yfir 5 ára tímabil, daglegu lífi og kynntist náið hugðarefnum þess. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur, slóst í för með Maríu og tók viðtöl við hreppsbúa. Í heimildarmyndarmyndinni kynnumst við meðal annars Evu og Ásbirni sem staðsett eru á Hótel Djúpavík, alhúð heimamanna við æðarfuglinn, alræmdum álagablettum og sögum af galdrabrennum, förum á grásleppu með Gunnsteini, fyrrverandi oddvita, og lítum inn í einn klúbbanna sem haldnir eru í svartasta skammdeginu. Réttirnar á haustinn er ákveðinn hápunktur í samfélagslífi Árneshreppsbúa og þar taka allir til hendinni. Einnig kynnumst við Sigursteini sem skrifað hefur dagbækur sínar af alúð allt frá árinu 1963.

Um myndina

Aðstandendur og starfslið

Fyrirtæki

Sjá meira hér: http://www.profilm.is/the-journey-home/