Heimildamyndin DRAUMAR, KONUR OG BRAUÐ verðlaunuð í Glasgow

Draumar_konur_braud. wift.is

Myndin var einnig tilnefnd í flokki á vegum International Indie Film & Screenplay Festival fyrir bestu tónlistina. Agnar Már Magnússon semur stef og útsetur flest tónlistaratriðin, en Una Stefánsdóttir á tvö lög í myndinni og þar af annað sem er frumsamið fyrir verkið. Kvennakórinn Ljósbrá syngur einnig lag eftir Magnús Eiríksson í útsetningu kórstjórans Ingibjargar Erlingsdóttur.

Fyrr á árinu hlaut myndin viðurkenningarnar „Best Inspirational Film“ á Oniros-verðlaunahátíðinni í New York og bronsverðlaun sem besta heimildamyndin á Hollywood Independent Filmmakers Awards & Festival.

Draumar, konur og brauð var frumsýnd í Bíó Paradís árið 2024 og verður sýnd á RÚV árið 2025.

Frétt kemur frá Klapptré.is

 

Deila
Scroll to Top