Julie Andem er 34 ára norsk kvikmyndagerðarkona sem var beðin um að skrifa og leikstýra nýrri unglingaþáttaröð fyrir barnarás norska ríkisssjónvaprsins NRK, en þáttaröðin átti að trekkja að unga áhorfendur. Aldrei hefði Julie né öðrum aðstandendum þáttana órað fyrir framhaldinu en þáttaröðin er nú vinsælasta norska þáttaröð allra tíma og hefur slegið í gegn um alla Skandinavíu og nú stendur til að Simon Fuller, umboðsmaður Spice Girls, framleiði endurgerð af þáttunum fyrir Bandaríkjamarkað.

Julie notar vægast sagt óhefðbundna aðferð við handritsgerð þáttana. Áður en hún byrjaði að skrifa handritið, eyddi hún hálfu ári í að ferðast um Noreg og taka viðtöl við unglinga. Hún fór í gegnum langt inntökuferli fyrir leikara og tók yfir 1200 ungmenni í prufur og byggði svo persónur leikarana á þeim sjálfum. Um leið og hver þáttur er skrifaður, notar hún komment og viðbrögð frá sjálfum áhorfendum við fyrri þáttum. Með þessum hætti nær hún raunsæjum og sannfærandi leik frá annars óreyndum leikurum. Þau skjóta tvo þætti á þremur dögum þar sem flestir leikararnir eru í skóla og vinnu.

Persónurnar eiga sinn eiginn Instagram reikning og eru á Facebook og nota Facebook í tengslum við þættina og með þessum hætti leika þau sér með línuna á milli raunveruleikans og skáldskaparins.

Á ferðalögum sínum um Noreg komst Julie að því að unglingar í dag eru undir mikilli pressu, ekki bara frá samfélaginu heldur líka samfélagsmiðlum. Hana langaði til að nota Skam til að létta pressunni af unglingum í dag en þættirnar hafa m.a. vakið athygli á alvarleika hefndarkláms.

Heimild : http://www.nytimes.com/2016/12/09/arts/television/will-skam-a-norwegian-hit-translate.html

Höfundur: Dögg Mósesdóttir