“Ég hef ekki hlegið jafnmikið í mörg ár”… Kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Kóngavegur 7 var forsýnd í gærkvöldi í Háskólabíó að viðstöddu fjölmenni – og þetta voru viðbrögð eins sýningargesta.

Nýjasta kvikmynd Valdísar – Kóngavegur 7 – gerist í hjólhýsahverfi og segir sögu þriggja fjölskyldna. Junior, sonur í einni fjölskyldunni, snýr heim eftir þriggja ára dvöl erlendis og væntir þess að faðir hans leysi öll vandamál heimsins, en því er ekki alveg að heilsa.

Í hlutverkum eru m.a.: Hanna María Karlsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Vilhjálmsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Daniel Bruhl, Gísli Örn Garðarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egilsson, Rúnar Freyr Gíslason, Sigurður Sigurjónsson, Þröstur Leó Gunnarsson.

Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir ( Lay Low ) var beðin um að semja tónlist fyrir myndina og eitt af lögunum í myndinni er nú komið á allar helstu útvarpsstöðvar til spilunar og er það lagið ‘Bye Bye Troubles’ sem er lokalag myndarinnar.

Það er Mystery Ísland sem framleiðir Kóngaveg 7 en handrit, leikstjórn og klipping er í fimum höndum Valdísar Óskarsdóttur. Myndin fer í sýningu í öll helstu kvikmyndahús landsins frá og með föstudeginum 26. mars, 2010.

Linkur á facebooksíðu myndarinnar:
www.facebook.com/kongavegur