Myndin Kristnihald undir jökli er gerð eftir samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Hún segir frá Umba, umboðsmanni biskups, sem sendur er til að heimsækja Jón Prímus, prest á Snæfellsnesi. Biskupi hafa borist kvartanir vegna hans og því er Umbi sendur til að rannsaka málið. Kvartanirnar eru flestar þess eðlis að Jón sé ekki að sinna embættisskyldum sínum og einnig er hjúskaparstaða hans nokkuð óljós. Þegar Umbi kemur á staðinn fer hann að taka eftir alls kyns undarlegum hlutum sem mættu teljast yfirnáttúrulegir.

Flokkur: Kvikmynd
Frumsýnd: 25. febrúar, 1989
Tegund: Drama, Drama
Lengd: 91 mín.
Tungumál: Íslenska

Aðstandendur og starfslið
Leikstjórn: Guðný Halldórsdóttir
Handrit: Gerald Wilson
Stjórn kvikmyndatöku: W. P. Hassenstein, Guðný Halldórsdóttir
Klipping: Kristín Pálsdóttir
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson
Aðalframleiðandi: Halldór Þorgeirsson, Ralph Christians

Leikarar
Aðalhlutverk: Baldvin Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Sigurjónsson

Framleiðslufyrirtæki: Magma films, Umbi s.f.
Styrkt af: Kvikmyndasjóður Íslands
Þátttaka á hátíðum
Academy Awards – Verðlaun: Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin.
Sýningar í sjónvarpi
Ísland: RÚV, 1991
Ísland: RÚV, 1992

Útgáfur
Bergvík, 2000 – mynddiskur (DVD)
Bergvík, 1994 – myndsnælda
Námsgagnastofnun, 1989 – myndband