“Það er mjög áberandi miskilningur í netheimum í dag að íslensk kvikmyndagerð hljóti að vera “sjálfbær” fyrst hún skapi þrjár krónur inn á móti einni frá Ríki. Það er mjög mikilvægt að benda á að það er ekki hægt að fjármagna íslensk kvikmyndaverkefni erlendis ef ekki kemur fyrst til fjármögnun innanlands”.

Sæl öll sömul og takk fyrir góðan fund
Það er rétt sem Raggi segir að við þurfum að halda okkar málstað á lofti og hamra járnið meðan það er heitt.

Það er líka rétt sem hann segir : “Það er mjög áberandi miskilningur í netheimum í dag að íslensk kvikmyndagerð hljóti að vera “sjálfbær” fyrst hún skapi þrjár krónur inn á móti einni frá Ríki. Það er mjög mikilvægt að benda á að það er ekki hægt að fjármagna íslensk kvikmyndaverkefni erlendis ef ekki kemur fyrst til fjármögnun innanlands”

Þá langar mig líka að benda á að þrátt fyrir að veganesti fáist að heiman, frá KMÍ, þá er aðeins hálfur sigurinn unninn því að opinbert innlent fjármagn fer sjaldnast yfir 50% af heildar kostnaði.

Hvaðan kemur þá restin?

Einfaldað dæmi um meðalstóra íslenska kvikmynd, heildarkostnaður 160.000.000

KMÍ styrkir um 67,000,000
Norskur meðframleiðandi 10,000,000 (eignast allan rétt til sýninga í Noregi)
Norræni kvikm.-og sjónvsj. 16,000,000 (ákv. % endurgreidd eftir að framleiðandi hefur náð upp í kostnað)
Þýskur meðframleiðandi 16,000,000 (eignast allan rétt til sýninga í Þýskalandi)
Evrópski kvikmyndasj. 20,800,000 (ákv. % endurgreidd eftir að framleiðandi hefur náð upp í kostnað)
20% endurgr. Iðnaðarráðuneytis 18,600,000 (að frádrengum styrk KMÍ)
Áhætta/fjáfesting ísl. framleiðanda 11,600,000
*** sjá að neðanmáls

160,000,000
Innlent fjármagn í myndina 97,200,000
61%
Erlent fjármagn í myndina 62,800,000
39%

*** Íslenski framleiðandinn getur endurheimt og kannki ávaxtað fjárfestingu sína með bíóaðsókn á Íslandi og sölum til sjónvarpsstöðva alls staðar í heiminum nema í Noregi og Þýskalandi (af því að þegar er búið að selja þau svæði) og nema á Íslandi (af því að ekki er hægt að reikna með því að RÚV kaupi myndina.)

Tek undir orð Ragga “Stöndum sameinuð gegn þeim menningarlegu hryðjuverkum þjóðin er beitt!” og bæti við:
” 35% niðurskurður á Kvikmyndasjóði og aðför yfirstjórnar RÚV að íslenskri kvikmyndagerð, mun sannarlega ekki skila sparnaði en mun eflaust dýpka kreppuna enn frekar”

bestu kveðjur
Hrönn Kristinsdóttir, kvikmyndaframleiðandi