Við kynnum til sögunnar nýja WIFT stjórn á Íslandi, samtök kvenna í sjónvarps og kvikmyndageiranum. Nýr forseti samtakanna er Lea Ævars, varaforseti er Sólrún Freyja Sen, Þurý Bára Birgisdóttir er gjaldkeri og Hafdís Kristín Lárusdóttir og Þórunn Lárusdóttir eru viðburðastjórar samtakanna. Varamenn eru þær Sigrún Vala Valgeirsdóttir og Dagbjört Lilja Kristjánsdóttir.

Ný stjórn WIFT fagnar því að geta loks hitt félagsmeðlimi eftir hlé síðustu tvö ár og lyft sér upp með þeim. Planið er að halda fjölskyldujólaball á aðventunni 2022 og svo árshátíð samtakanna næsta vor 2023. Þangað til og þess á milli verða skipulagðir hittingar og félagsmeðlimir hvattir til að koma og kynnast stjórninni og stefnu hennar.

Með okkar bestu kveðjum,
Stjórn WIFT