Myndin gerist í Osló, sumarhúsahverfi við Þingvallavatn og í Reykjavík. Fylgst er með tveimur gerólíkum manneskjum gera tilraun til þess að stofna til náinna kynna; Haraldi verkfræðingi hjá Marel og Vilborgu, bankastarfsmanni og einstæðri móður. Haraldur og Vilborg eru fólk sem við þekkjum öll. Þau hafa sína yndislegu kosti og hræðilegu galla. Þau taka misgáfulegar ákvarðanir, eru oft á tíðum óheppin og klaufaleg í samskiptum en einnig leidd áfram af þrá sem við þekkjum öll eftir betra lífi, félagsskap, ást og hamingju.
Framleiðslufyrirtæki: Ljósband ehf