Fyrir skömmu hélt WIFT á Íslandi sína fyrstu árshátíð og við það tilefni var Ragna Fossberg gerð að nýjum heiðursfélaga samtakanna. Fyrir hafa samtökin heiðrað kvikmyndagerðarkonuna Hrafnhildi Gunnarsdóttur og  Margréti Örnólfsdóttur handritshöfund.

Ragna Fossberg er flestum Íslendingum kunn enda á hún heiðurinn af gervahönnun margra af ástsælustu persónum íslenskrar sjónvarpssögu. Ragna hóf störf á Ríkissjónvarpinu (nú RÚV) árið 1971 og starfaði þar til ársins 2018. Einnig hefur Ragna starfað við fjölda leikinna kvikmynda, jafnt innlendar sem erlendar. Hún hefur unnið til 7 Edduverðlauna fyrir starf sitt auk þess sem hún hlaut heiðursverðlaun Eddunnar árið 2016. Því fer fjarri að Ragna sé hætt í bransanum og framundan eru skemmtileg og krefjandi verkefni á borð við sjónvarpsseríuna Ráðherrann sem fer í tökur nú eftir páska. Til hamingju Ragna!