Regína er ósköp venjulega 10 ára stelpa í Reykjavík en uppgötvar dag einn að hún getur látið alls konar hluti gerast ef hún syngur um þá. Regína og Pétur vinur hennar taka saman höndum og hrinda af stað áætlun sem varðar þeirra framtíð og foreldra þeirra. Þegar hinn óprúttni hárkollusölumaður, Ívar, dúkkar óvænt upp og flækir áætlanir barnanna, magnast spennan. Fyrr en varir eru börnin orðin aðalhetjurnar í spennandi en jafnframt spaugilegu glæpamáli.

Um myndina
Flokkur: Kvikmynd
Tegund: Fjölskyldu- og barnamynd
Lengd: 95 mín.
Tungumál: Franska, Íslenska, Enska
Titill: Regína
Alþjóðlegur titill: Regina

Aðstandendur og starfslið
Leikstjórn: María Sigurðardóttir
Handrit: Margrét Örnólfsdóttir, Sjón
Stjórn kvikmyndatöku: Allen Smith
Klipping: Matthieu Roy-Décarie
Tónlist: Margrét Örnólfsdóttir
Aðalframleiðandi: Chantal Lafleur, Hrönn Kristinsdóttir
Meðframleiðandi: Rock Demeres, Friðrik Þór Friðriksson, Claudette Ducas, Marie-Éve Homier, Vanessa Loubineau

Leikarar
Aðalhlutverk: Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, Benedikt Clausen, Baltasar Kormákur, Halldóra Geirharðsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Sólveig Arnarsdóttir

Framleiðslufyrirtæki: Productions La Fete, Íslenska kvikmyndasamsteypan
Styrkt af: Kvikmyndasjóður Íslands, Telefilm Canada

Þátttaka á hátíðum
Berlin International Film Festival, 2002
Stockholm International Film Festival, 2002
Minneapolis International Film Festival, 2002
Shanghai International Film Festival, 2002
China 7th International Children´s Film Festival, 2002
Haugasund, 2002
Helsinki Children´s Film Festival, 2002
Nordishe Filmtage Lubeck, 2002
Black Night´s Film Festival, 2002
Werzburg International Filmwochenende, 2002
Edduverðlaunin / Edda Awards, 2002 – Verðlaun: Tilnefnd sem Bíómynd árisins. Tilnefnd fyrir leikkona ársins (Halldóra Geirharðsdóttir). Tilnefnd fyrir leikkona ársins í aukahlutverki (Sólveig Arnarsdóttir).

Útgáfur
Sena, 2009 – mynddiskur (DVD)
Sam-myndbönd, 2002 – myndband