Fyrsta Doris Film mynd Wift á Íslandi, Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur var að vinna sín elleftu alþjóðlegu verðlaun. Myndin er gerð eftir Doris Film manifestóinu þar sem konur þurfa að gegna öllum lykilhlutverkum við gerð myndarinnar.
Eva Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikstjórinn fyrir stuttmynd sína Regnbogapartý á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem leggur áherslu á kvikmyndir eftir konur. Myndin hefur nú unnið til 11 alþjóðlegra verðlauna, en hún var einnig valin stuttmynd ársins á Eddunni 2016 sem og besta stuttmyndin á RIFF 2015.
Regnbogapartý fjallar um Soffíu, 14 ára stelpu, sem er lögð í einelti og þráir ekkert heitar en að falla í hópinn. Hún tekur afgerandi skref til þess að ná markmiði sínu en það dregur stærri dilk á eftir sér en hana hafði grunað.
Sjáðu allt um Doris Film hér