Í myndinni er talað við Reyni Pétur sem gekk hringinn í kringum landið og safnaði talsverðu fé fyrir Sólheima í Grímsnesi árið 1985.

Sýndir eru gamlir viðtalsbútar og myndir frá 1985, ásamt því að Reynir Pétur segir frá göngunni, rifjar upp gamlar stundir, greinir frá sýn sinni á lífið og deilir með áhorfendum leyndarmálum og hæfileikum sem fáir vita að hann býr yfir. Myndina gerðu Maríu Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Guðmundur Bergkvist myndatökumaður.

Um myndina

  • Flokkur: Heimildamynd
  • Frumsýnd: 5. desember, 2010
  • Tungumál: Íslenska

Aðstandendur og starfslið