SAMÞYKKTIR WIFT (KIKS)

Fyrir Konur í kvikmyndum og sjónvarpi
. Aðildarfélag WIFT á Íslandi (Women in Film and Television)

1. gr. Heiti og varnarþing
Samtökin heita KIKS, sem stendur fyrir konur í kvikmyndum og sjónvarpi, með undirtitilinn WIFT á Íslandi sem stendur fyrir ”Women in film and Television”.  Heimili samtakanna og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr. Markmið
Samtökin eru innlent og alþjóðlegt tengslanet kvenna sem starfa við myndræna miðla.
Aðalmarkmið samtakanna eru að stuðla að fjölbreytni í myndrænum miðlum með því að virkja og fræða konur og auka þátttöku þeirra í öllum hlutverkum innan framleiðslu kvikmynda, sjónvarps og annarra myndrænna miðla.
WIFT veitir konum stuðning og vinnur að því að gera konur sýnilegri í öllum hlutverkum innan greinarinnar með því að:
•Koma á öflugum samskiptum íslenskra og erlendra félaga WIFT
•Skipuleggja viðburði og uppákomur sem tengjast starfi og framgangi kvenna í greininni
•Skapa tækifæri fyrir konur innan geirans til að koma saman og deila þekkingu, reynslu og hugmyndum
•Veita meðlimum ráðgjöf, upplýsingar og stuðning varðandi tækifæri og starfsframa

3. gr. Frjálst almennt félag.
Samtökin eru frjáls og óháð félagasamtök.

4. gr. Félagsaðild
a) Meðlimir. Full aðild.
Rétt til fullrar aðildar að samtökunum hafa allar konur sem starfa eða stunda nám við kvikmyndagerð eða sjónvarpsgerð, styðja meginmarkmið samtakanna og greiða félagsgjöld. Meðlimir hafa atkvæðisrétt á aðalfundum og leyfi til þátttöku í starfi og viðburðum samtakanna. Fullgildir aðilar hafa rétt til að kenna sig við félagið og nota skammstöfunina KIKS, Wift á íslandi með nafni sínu.
Gengið er í samtökin með því að greiða félagsgjöld. Skráningu úr samtökunum skal skila skriflega til stjórnar. Félagsgjöld eru ekki endurgreidd.

b) Styrktaraðilar.
Einstaklingum sem styðja markmið samtakanna en uppfylla ekki skilyrði greinar 4.1 er heimilt að ganga í samtökin sem styrktaraðilar.  Öðlast þeir öll réttindin fullgildra meðlima að undanskildum atkvæðisrétti á aðalfundi samtakanna.

5. gr. Brottvikning
Brjóti meðlimur lög eða aðrar samþykktir KIKS, Wift á Íslandi, eða komi á annan hátt þannig fram, að ekki samræmist markmiðum samtakanna, getur stjórn veitt honum áminningu eða lagt til, að honum verði vikið úr félaginu.  Viðkomandi er gefinn kostur á að leggja fram skriflega greinargerð máli sínu til varnar. Til að brottvikning nái fram að ganga, þarf samþykki aðalfundar.

6. gr. Atkvæðisréttur
Allir sem greitt hafa félagsgjöld og uppfylla skilyrði  greinar 4a öðlast atkvæðisrétt í kosningum sem fram fara á aðalfundum samtakanna. Allir sem hafa rétt til fulllrar aðildar og greitt hafa félagsgjöld koma til greina sem trúnaðarmenn samtakanna. Um þá er kosið á aðalfundi ef þörf er talin á.

7. gr. Félagsgjald
Upphæð félagsgjalds er ákveðin á stofnfundi. Gjaldið greiðist fyrirfram eða greiðsla þess er staðfest með samningi. Þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöld viku fyrir aðalfund hafa ekki atkvæðisrétt á aðalfundum.

8. gr. Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn að hausti ár hvert.
Fyrir aðalfundi skal skipaður fundarstjóri og ritari. Ritari skilar fundargerð til stjórnar sem að fundi loknum verður aðgengileg öllum innan samtakanna.

Eftirfarandi skal vera á dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins
3. Upphæð félagsgjalda ákveðin
4. Kosning stjórnar samtakanna og skoðunarmanna reikninga
5. Starfsáætlun næsta starfsárs, tillögur að viðburðum, uppákomum, baráttumálum
6. Önnur mál
Fundarboð á aðalfund skal innihalda dagskrá fundarins. Boðað skal til fundarins með með a.m.k 14 daga fyrirvara með tilkynningum til meðlima og einni opinberri auglýsingu í fjölmiðli.
Aukaaðalfund skal kalla saman, þegar stjórninni þykir ástæða til eða þegar 35% fullgildra meðlima samtakanna óska þess skriflega.

9. gr.  Kosning stjórnar 

Í stjórn KIKS, WIFT á Íslandi skulu vera fimm stjórnarmenn og a.m.k. einn varamaður. Stjórnin er kosin til starfa í tvö ár.
Stjórnarkjör er skriflegt á aðalfundi að jafnaði annað hvert ár og reiknast óútfylltir kjörseðlar sem ógreidd atkvæði. Í kjöri eru aðeins þeir sem tilnefndir hafa verið af stjórn eða a.m.k. 5 meðlimum. Formaður stjórnar og gjaldkeri skuli kosnir sérstaklega. Stjórn skal valin til tveggja ára í senn.Velja skal að minnsta kosti einn varamann í stjórn.
Þrír fullgildir meðlimir samtakanna, sem  kosnir eru á aðalfundi með handauppréttingu, skulu hafa umsjón með atkvæðagreiðslu á aðalfundi.
Stjórnin þarf að auglýsa eftir nýjum stjórnarmönnum a.m.k. 8 vikum fyrir aðalfund.

10. gr. Hlutverk stjórnar
Stjórnin hefur það hlutverk að:
1. Fylgja ákvörðunum aðalfundar eftir
2. Hafa yfirumsjón með helstu viðburðum samtakanna
3. Vera fulltrúar íslensku samtakanna á alþjóðlegum vettvangi
4. Fara með fjármál og halda bókhald samtakanna
Stjórnin skal koma saman reglulega og þegar formaður eða meirihluti stjórnar telur ástæðu til. Stjórnin skal halda gerðarbók um fundi sína og ákvarðanir.
Fulltrúar í stjórn fá greiðslu fyrir störf sín sem ákveðin er á aðalfundi. Stjórnarmenn greiða félagsgjöld.

11. gr. Deildir innan samtakanna
Stofunun fagdeilda innan samtakanna er háð samþykki stjórnar. Allar ályktanir og yfirlýsingar samþykktra deilda skulu vera í samráði við stjórn sem og þeir styrkir sem deildirnar kunna að þiggja.

12. gr. Heiðursfélagar
Stjórn samtakanna getur útnefnt heiðursfélaga þá sem leyst hafa af hendi mikilsverð störf á sviði myndmiðlunar eða unnið að framgangi greinarinnar á annan hátt.  Til heiðursfélaga þarf samhljóða atkvæði allra stjórnarmanna og skila þarf rökstuðningi fyrir útnefningu.

13. gr. Breytingar á lögum samtakanna
Tillögur að lagabreytingum skulu hafa berast stjórn skriflega eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund.  Tillögur að breytingum á lögum samtakanna skulu kynntar í fundarboði. Til að breytingar á lögunum nái fram að ganga þarf samþykki a.m.k. 2/3 hluta greiddra atkvæða á fundinum.
Lagabreytingartillögur skal taka fyrir næst á eftir afgreiðslu á reikningum félagsins. Nái breytingartillögurnar samþykki skal farið að lögunum svo breyttum, við afgreiðslu annarra mála á dagskrá fundarins, nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögunum.

14. gr. Reikningshald
Bókhaldsár samtakanna er almanaksárið.

15. gr. Slit félagsins (§ 13 má ekki breyta)
Slit félagsins getur einungis átt sér stað á aðalfundi og til að leysa samtökin upp þarf samþykki 2/3 fundargesta.  Eigi samtökin yfir fjármunum að ráða við slit, skal þeim varið í samræmi við skráð meginmarkmið samtakanna.

Samruni KIKS, Wift á Íslandi við önnur áhugafélög eða fagfélög telst ekki slit á félaginu.