Kvikmyndin Sóley var tekin 1981 og frumsýnd árið eftir. Róska skrifaði handritið og leikstýrði myndinni en með aðalhlutverk fóru Rúnar Guðbrandsson og Tine Hagendorn-Olsen. Þegar hún var spurð um efni myndarinnar sagði Róska: “Myndin fjallar um drauminn og veruleikann sem mætast og fara í ferðalag saman.” Opinber söguþráður er eitthvað á þessa leið: “Sóley fjallar um ungann mann sem leitar að hestinum sínum sem strauk. Við leitina berst hann við djöfulinn með konu sem minnir helst á guð.”

Um myndina
Flokkur: Kvikmynd
Frumsýnd: 4. apríl, 1982, Regnboginn
Lengd: 107 mín.

Aðstandendur og starfslið
Leikstjórn: Róska, Manrico Pavolettoni
Handrit: Róska, Manrico Pavolettoni
Stjórn kvikmyndatöku: Charles Rose, Maria Gianni
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson
Aðalframleiðandi: Guðmundur Bjartmarsson, Ólafur Gíslason

Leikarar
Aðalhlutverk: Rúnar Guðbrandsson, Tine Hagedorn, Pétur Hraunfjörð, Jón frá Pálmholti

Framleiðslufyrirtæki: Sóley Film Productions Ltd.
Styrkt af: Kvikmyndasjóður Íslands
Þátttaka á hátíðum
Kvikmyndahátíð kvenna, 1985