Stella í orlofi lifir enn og nú á DVD. Nú rétt fyrir jólin 2008 bárust þær gleðifregnir til framleiðandanna að Stella hefði selst í gull-upplagi.Þetta er merki um þá jákvæðu þróun sem er að opnast íslenskum framleiðendum í dreifingarmálum. DVD sala íslenskra þátta og bíómynda hefur verið á stöðugri uppleið og nú virðist, sem hin margræmda “kúrva” hafi verið brotin og þannig sé hægt að reikna með DVD sölu sem lið í tekjuöflun framleiðanda.