Stelpurnar okkar fjallar um baráttu íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu um að komast á Evrópumeistarmótið í Finnlandi 2009 fyrst allra íslenskra landsliða. Í myndinni kynnumst við litríkum stelpum, draumum þeirra og metnaði. Samkeppnin um að komast í liðið er hörð og stelpurnar eiga í baráttu innbyrðis sem andstæðingar með félagsliðum sínum. Þóra Tómasdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir fylgdust með landsliðinu í hálft annað ár þegar stelpurnar brutu blað í knattspyrnusögu Íslands og urðu fyrsta íslenska landsliðið til að komast á lokamót í knattspyrnu.

Um myndina

  • Flokkur: Heimildamynd
  • Frumsýnd: 14. ágúst, 2009, Háskólabíó
  • Lengd: 91 mín. 30 sek.
  • Tungumál: Íslenska

Aðstandendur og starfslið

Fyrirtæki

Útgáfur

  • Krumma Films ehf., 2009 – DVD

Sjá meira um myndina hér: http://krummafilms.com/portfolio-item/stelpurnar-okkar/