Heimildamyndin Steypa er mynd um íslenska samtímamyndlist. Í myndinni er fylgst með sjö listamönnum um tveggja ára skeið. Þeir eru að koma undir sig fótunum heima og erlendis og tengjast hvor öðrum á ýmsan hátt. Steypa gefur innsýn í vinnuferli og viðhorf þessarar kynslóðar, sýnir hvernig hugmyndir fæðast og eru útfærðar í listaverk.
Ásmundur hellir Pepsí í Fanta-flöskur og spyr sig „Hvað er list?“ Hann stingur upp á að það sé það sem listamaður geri. Með það til hliðsjónar er áhersla heimildamyndarinnar á það ferli sem listamennirnir ganga í gegnum áður en verk þeirra verða að veruleika. Gabríela hendir í deig og smellir á andlitið á sér, Margrét heillast af hulsum og pakkningum í Mosfellsbæ, Huginn klippir af sér hárið og lætur búa til hárkollu, Unnar stelur afleggjurum á elliheimili, Gjörningaklúbburinn endurskapar stjörnuhiminn Van Goghs úr lakkrísafgöngum, Katrín smíðar lítið hús til þess eins að henda því fram af stærra húsi. Hvað liggur að baki? Á þetta erindi við okkur hin?
Um myndina
- Flokkur: Heimildamynd
- Frumsýnd: 3. október, 2007
- Lengd: 67 mín. 18 sek.
- Tungumál: Íslenska
Aðstandendur og starfslið
- Leikstjórn: Ragnheiður Gestsdóttir, Markús Þór Andrésson
- Handrit: Ragnheiður Gestsdóttir, Markús Þór Andrésson
- Stjórn kvikmyndatöku: Ragnheiður Gestsdóttir, Markús Þór Andrésson
- Klipping: Ragnheiður Gestsdóttir, Markús Þór Andrésson
- Tónlist: Ólafur Björn Ólafsson, Ragnar Kjartansson
- Aðalframleiðandi: Ragnheiður Gestsdóttir, Markús Þór Andrésson
Fyrirtæki
- Framleiðslufyrirtæki: LoFi Productions
- Styrkt af: Kvikmyndamiðstöð Íslands
Þátttaka á hátíðum
- Nordox 2009, Bejing, 2009
Útgáfur
- LoFi Productions, 2007 – DVD